fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Auður Ýr var 124 kíló: Þegar hún hætti í megrun gerðust ótrúlegir hlutir

Kallaði sig Auði aspasstykki – Greindist með psoriasis og liðagigt- „Ef ég ætlaði að borða þá fann ég mér mat“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsaði bara: „Ég ætla ekki að lenda í hjólastól fyrir fimmtugt,“ segir Auður Ýr Guðjónsdóttir sem var að eigin sögn komin á botninn þegar hún ákvað að taka lífsstílinn í gegn. Þá hafði hún einnig greinst með psoriasis og liðagigt. Þyngst var hún 124 kíló en hún hefur á síðustu tveimur árum losað sig við tæplega 32 kíló og aldrei liðið betur.

Kallaði sig Auður aspasstykki

„Ég borðaði aldrei morgunmat. Ég setti aldrei mat inn fyrir mínar varir fyrr en eftir tvo, þrjá tíma. Ég fór oftast í Bakarameistarann og kallaði mig alltaf Auði aspasstykki, hún þekkti mig ábyggilega í Bakarameistaranum. Aspastykki og kók og svo tók ég kleinuhring með. Ég var alltaf að kaupa mat á hlaupum og náði aldrei að undirbúa daginn minn,“ segir Auður Ýr í samtali við Brennsluna en hún segist ætíð hafa leitað í skyndilausnir í gegnum tíðina en lykilinn að árangri hennar hafi verið að fara ekki í megrun, heldur að breyta lífsstílnum.

Ég var alltaf að kaupa mat á hlaupum og náði aldrei að undirbúa daginn minn

„Ég hef alltaf verið með þessi aukakíló. Svo var ég kominn á botninn þegar ég var með mína litlu sem er 4 ára í dag og leitaði í skyndilausnir. Ég leitaði í magabandsaðgerð og hélt að það myndi bjarga heiminum fyrir mig. Þessi aðgerð kostaði eina milljón og þetta átti að laga mitt líf. En það gerði það ekki. Ég er ekki þessi manneskja sem getur bara borðað einu sinni til tvisvar yfir daginn og ég kastaði eiginlega bara öllu upp. Þannig að þetta hjálpaði mér ekki neitt.“

Send á námskeið til Gauja litla

Hún segist hafa verið of þung alveg frá barnæsku og var hún til að mynda 11 ára gömul þegar hún var send á námskeið til Gauja litla í því skyni að léttast. Það hafi þó ekki verið neitt við foreldra hennar að sakast. „Ég fór bara sjálf útí búð og keypti kokteilsósuna mína. Ég hlustaði ekkert á þetta. Ég stal bara pening. Mamma og pabbi eiga hárgreiðslustofur og voru bæði að vinna til sex, sjö og ég var í skólanum til tvö og síðan var átveisla heima. Ég borðaði kokteilsósu með öllu. Það er mitt, ef ég leyfi mér eitthvað þá fæ ég mér kokteilsósu með frönskunum.“

Á kort í tveimur stöðvum

Hún segist hafa einbeitt sér fyrst að því hvað hún setti ofan í sig. „Fyrst var þetta algjörlega mataræðið, að læra að borða rétt samsett og í réttum hlutföllum. Það lærði ég í hópnum sem ég er í og í gegnum leiðbeinandann minn. Ég hef aldrei borðað eins mikið eftir að ég fór að hugsa um hvað ég ætti að setja ofan í mig,“ segir Auður Ýr. Hún bætir við að þar sem hún reyki ekki þá réttlæti það að hún eigi kort á tveimur líkamsræktarstöðvum. „Ég mæti í hóptíma í Reebok og lyfti í Sporthúsinu, mér finnst það miklu skemmtilegra.“

Ætlar að missa meira

Hún segist skilja fólk sem segir foreldra bera ábyrgð á offitu barna sinna. „En í mínu tilfelli var ég mikið ein heima og krakkar á mínum aldri voru mikið einir heima. Þetta er eins og með fíkla, ef þú ætlar að drekka þá reddaru þér áfengi, alveg eins og með mig, ef ég ætlaði að borða þá fann ég mér mat,“ segir Auður sem stefnir á að missa 25 til 30 kíló til viðbótar.

Hér má hlusta á viðtalið við Auði Ýr í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 1 viku

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 1 viku

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“