fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Þessi þrjú lög komust í úrslit Eurovision

Hvaða lag fannst þér best? – Taktu þátt í könnun DV og segðu þína skoðun

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 21:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðara undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar var haldið í kvöld og liggur nú fyrir hvaða lög það verða sem keppa til úrslita þann 20. febrúar.

Lögin þrjú sem komust áfram í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar síðustu helgi voru Raddirnar í flutningi Gretu Salome Stefánsdóttur, Óstöðvandi í flutningi Karlottu Sigurðardóttur og Hugur minn er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar.

Þau lög sem kepptu um að bætast í þennan hóp voru Spring yfir heiminn í flutningi Þórdísar Birnu og Guðmundar Snorra, Ótöluð orð með þeim Ernu Mist og Magnúsi Thorlacius, Óvær í flutningi Helga Vals Ásgeirssonar, Á ný með Elísabetu Ormslev, Ég leiði þig heim með Pálma Gunnarssyni og Augnablik í flutningi Öldu Dísar Arnardóttur.

Að lokinn símakosningu varð ljóst að það voru lögin Spring yfir heiminn, Á ný og Augnablik sem komust í úrslitin. Þórdís Birna, Guðmundur Snorri, Elísabet og Alda Dís verða því á meðal flytjenda á úrslitakvöldinu.

Á milli atriða voru skemmtiatriði og ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum sló Högni Egilsson rækilega í gegn þegar hann flutti nýja útgáfu af Eurovision slagara Selmu Björns, All Out of Luck, ásamt söngkonunni Glowie. Pollapönkarar stigu einnig á svið með Eurovision syrpu við góðar móttökur.

Hvaða lag fannst þér standa upp úr í kvöld? Þú getur sagt þína skoðun með því að taka þátt í könnuninni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“