Hvaða lag fannst þér best? – Taktu þátt í könnun DV og segðu þína skoðun
Síðara undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar var haldið í kvöld og liggur nú fyrir hvaða lög það verða sem keppa til úrslita þann 20. febrúar.
Lögin þrjú sem komust áfram í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar síðustu helgi voru Raddirnar í flutningi Gretu Salome Stefánsdóttur, Óstöðvandi í flutningi Karlottu Sigurðardóttur og Hugur minn er í flutningi Ernu Hrannar Ólafsdóttur og Hjartar Traustasonar.
Þau lög sem kepptu um að bætast í þennan hóp voru Spring yfir heiminn í flutningi Þórdísar Birnu og Guðmundar Snorra, Ótöluð orð með þeim Ernu Mist og Magnúsi Thorlacius, Óvær í flutningi Helga Vals Ásgeirssonar, Á ný með Elísabetu Ormslev, Ég leiði þig heim með Pálma Gunnarssyni og Augnablik í flutningi Öldu Dísar Arnardóttur.
Að lokinn símakosningu varð ljóst að það voru lögin Spring yfir heiminn, Á ný og Augnablik sem komust í úrslitin. Þórdís Birna, Guðmundur Snorri, Elísabet og Alda Dís verða því á meðal flytjenda á úrslitakvöldinu.
Á milli atriða voru skemmtiatriði og ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum sló Högni Egilsson rækilega í gegn þegar hann flutti nýja útgáfu af Eurovision slagara Selmu Björns, All Out of Luck, ásamt söngkonunni Glowie. Pollapönkarar stigu einnig á svið með Eurovision syrpu við góðar móttökur.
Hvaða lag fannst þér standa upp úr í kvöld? Þú getur sagt þína skoðun með því að taka þátt í könnuninni hér að neðan.