fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Tæplega 2.000 kýr til sölu

„Vorum alveg brjáluð“ – Kýr uppi um alla veggi og loft

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Helgason hefur auglýst til sölu hátt í tvö þúsund safngripi sem hann og Sólrún, eiginkona hans, hafa eignast á síðustu 30 árum. Allt eru þetta gripir með kúm.

Þarna hefur þó verið pláss fyrir nokkrar í viðbót.
Sérsmíðaðar hillur Þarna hefur þó verið pláss fyrir nokkrar í viðbót.

Ævintýrið hófst fyrir 30 árum þegar Sigurjón fékk fyrstu beljuna. Þá var hann nautabússtjóri á Nautabúinu í Hrísey, svo að gjöfin var ekki svo ýkja langsótt. „Það var tengdamóðir mín sem gaf mér hana, og þá byrjaði ballið. Safnið óx smátt og smátt og upp úr 2000 vorum við hjónin orðin alveg brjáluð í þessu áhugamáli.“

Ástfangnar kýr, minnistöflur og segulstál af ýmsum gerðum.
Glaðlegar! Ástfangnar kýr, minnistöflur og segulstál af ýmsum gerðum.

Kúnum fjölgaði sífellt og komu þær frá öllum hornum heimsins. „Við fórum í allar búðir erlendis þar sem við mögulega gátum fundið eitthvað, og keyptum eitt sinn 100 stykki frá safnara gegnum eBay. Það var spennandi að opna þann pakka.“

Þau hjónin hafa geta boðið allnokkrum gestum upp á kaffi úr kususkreyttum bollum.
Koppar og kyrnur Þau hjónin hafa geta boðið allnokkrum gestum upp á kaffi úr kususkreyttum bollum.

Ættingjar og vinir voru vel meðvitaðir um áhugamál þeirra hjóna, svo flestar jóla- og afmælisgjafir þessa þrjá áratugi voru gripir með kúm. Sigurjón segir þau hjónin hafa verið orðin „alveg snar“ skömmu fyrir hrun. „Þá keyptum við heil ósköp af rándýrum safngripum í Líf og list. Kýr eftir listamenn sem voru framleiddar í takmörkuðu upplagi.“

Kususafnið fékk 25 fermetra viðbyggingu sem dugði ekki einu sinni.
Viðbygging undir safnið Kususafnið fékk 25 fermetra viðbyggingu sem dugði ekki einu sinni.

Tóku yfir heimilið

Kýrnar tóku smám saman yfir heimili þeirra Sigurjóns og Sólrúnar. „Þetta var uppi um alla veggi og öll loft. Við smíðuðum 25 fermetra viðbyggingu fyrir safnið, en hún dugði varla. Svo fengum við bara nóg, það var ekkert pláss orðið fyrir þessi ósköp.“ Í safninu eru fjölbreyttir gripir, pennar, bollar, púðar, klukkur, brúður, trékýr og forláta kúabjalla frá Sviss. „Þetta eru um 1.700–1.800 gripir,“ segir safnarinn Sigurjón.

Hér sést vel að kýrnar voru ekki aðeins á veggjum, heldur náði safnið upp í rjáfur.
Kýr í hólf og gólf Hér sést vel að kýrnar voru ekki aðeins á veggjum, heldur náði safnið upp í rjáfur.

Árið 1991 fluttu Sigurjón og fjölskylda úr Hrísey og settust að á Dalvík. Þar hafa þau rekið pítsustaðinn Tommuna síðastliðin 17 ár. Hann svarar því játandi að nautgripaafurðir og mjólkurvörur eigi sérstakan sess í mataræðinu. „Ég er alinn upp í Eyjafirði við búskap, svo það hefur alltaf verið.“

Hér sést vel að kýrnar voru ekki aðeins á veggjum, heldur náði safnið upp í rjáfur.
Kýr í hólf og gólf Hér sést vel að kýrnar voru ekki aðeins á veggjum, heldur náði safnið upp í rjáfur.

Ævintýrinu lokið

En nú er kúaævintýrinu lokið, búið að pakka gripunum ofan í kassa, og auglýsa til sölu á Blandi. Sigurjón er ekki með nákvæmar hugmyndir um hvaða verð hann vill fá fyrir safnið. „Við þurfum að losna við þetta núna. Kannski gæti þetta farið á safn. Það eru heilmiklir peningar í þessu að ég held.“

Fyrir nokkrum árum fékk Sigurjón þennan fallega kálf í afmælisgjöf. Ættingjarnir eru greinilega vel með á nótunum!
Kálfur með slaufu Fyrir nokkrum árum fékk Sigurjón þennan fallega kálf í afmælisgjöf. Ættingjarnir eru greinilega vel með á nótunum!

Þó svo að kýrnar séu á útleið af heimili Sigurjóns og Sólrúnar er ekki þar með sagt að söfnunaráráttan hafi liðið undir lok. „Við erum reyndar ansi dugleg að safna jóladóti,“ segir Sigurjón hlæjandi. „Það er orðið dálítið mikið af því á heimilinu. Við setjum allt upp í nóvember, en tökum það svo niður eftir jólin. Við eigum mikið af eldgömlum hlutum sem sjást varla lengur, svo þetta er líklega tekið við.“

Pítsusendill og safnari.
Sigurjón Helgason Pítsusendill og safnari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar