fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Lærði hvað skiptir máli í lífinu

Sævar Freyr var látinn fara eftir 18 ár hjá Símanum – Vinnustaðurinn ekki önnur fjölskylda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. febrúar 2016 07:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar árið 2014 var Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, látinn taka pokann sinn sem forstjóri Símans í kjölfar sameiningar Símans og Skipta – eftir 18 ár sem starfsmaður Símans. „Það var bara starf eftir fyrir einn. Ég sagði á þeim tíma að þessi ákvörðun hefði verið tekin fyrir mig. En svona er bara lífið.“

Aðspurður hvort hann hafi verið sár yfir því að vera látinn fara segir Sævar það ekki hafa verið tilfinninguna sem sat eftir. „Ég var frekar bara stoltur af þessum tíma. Mér leið vel með það sem ég hafði gert. Það sem skiptir máli í lífinu eru fjölskylda og vinir, þótt auðvitað leggi ég metnað minn í vinnuna. Vinnusemin er mér í blóð borin. Vinnan er samt bara það sem maður þarf að gera til að hitt sé ánægjulegt. Fjölskyldan og vinirnir er það sem skilur eitthvað eftir sig. Kannski varð þessi uppsögn til þess að kenna mér það enn betur hvað skiptir máli í lífinu. Einhverjir segja að þegar maður vinni svona lengi á sama stað, þá verði vinnustaðurinn önnur fjölskylda manns, en það er samt ekki þannig í raun og veru,“ segir Sævar og brosir. Hann talar frá hjartanu. Segist alltaf gera það. Hann geti einfaldlega ekki annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“