fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Björt: „Ungt barnafólk finnur virkilega fyrir því á veski sínu hversu dýrt það er að ala upp börn á Íslandi í dag“

Auður Ösp
Mánudaginn 8. febrúar 2016 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man ekki eftir því áður fyrr, svona í hinni almennri umræðu, að fólki fyndist það þurfa að takmarka barneignir sínar vegna þess að það hefði ekki efni á því að fæða og klæða meira en eitt til tvö börn,“ segir Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar Framtíðar en hún segir illa búið að barnafólki hér á landi.

Í pistli sem birtist á Vísi segir Björt að dýrt sé að koma undir sig fótunum. „Vera eignalaus, vera á leigumarkaði, eða að skuldsetja sig til þess að koma sér upp húsnæði. Það er dýrt að mennta sig (allt á verðtryggðum lánum sem engin skuldaniðurfelling nær til) til þess að leitast við að búa í haginn fyrir sig og fjölskyldu sína. Og síðast en ekki síst er það tímafrekt og dýrt að vinna sig upp í stöður sem gefa ágætlega af sér.“

Þá bætir hún við að unga fólki haldi uppi hagvexti og lífeyriskerfi hérlendis fyrir þá sem eldri eru. „Þannig reiða hinir eldri sig líka á að þau ungu þverri ekki krafturinn. Að það kikni ekki undan álaginu og flytji jafnvel erlendis heldur njóti árangur erfiðis síns og geti um leið veitt börnum sínum reglulega einhver gæði,“ ritar Björt og bendir á að rúmlegur helmingur eldri borgara þurfi ekki að horfast í augu við sömu fjárhagslegu skuldbindingar og ungt fólks svosem húsnæðislán, leikskólagjöld og námslán.

„Ég velti því fyrir mér hvort bókasafnskortin og sundferðirnar þurfi að vera á afslætti hjá því fólki? Við megum að sjálfsögðu ekki letja gamalt fólk, það er gott upp á heilsu og gæði lífs að halda fólki virku með réttum hvötum. En hvernig væri að gefa unga fólkinu líka séns?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það