fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Hún er bara þarna í stól og getur ekkert gert“

Móðir Loga er með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm – „Veit ekki hvort hún skilur mig“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. janúar 2016 09:14

Móðir Loga er með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm - „Veit ekki hvort hún skilur mig“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Geirsson er mikill fjölskyldumaður og hefur alltaf verið í góðu sambandi við fjölskyldu sína. Faðir hans, Geir Hallsteinsson, var fyrsti atvinnumaðurinn í handbolta á Íslandi og bæði þjálfaði soninn og hvatti til dáða. Foreldrar hans voru hans helstu klappstýrur á atvinnumannsferlinum og komu oft út til Þýskalands að heimsækja drenginn sinn. Mamma hans var sérstaklega dugleg að passa upp á hann og gefa honum heilræði. „Hún sagði mér alltaf að vera bara ég sjálfur. Og ekki láta neinn segja mér að ég gæti ekki eitthvað. Hún á örugglega stóran þátt í þessu mikla sjálfstrausti sem ég hef tileinkað mér og búið til með tímanum. Það fæðist nefnilega enginn með sjálfstraust. Það er eitthvað sem maður byggir upp, eins og viljastyrkinn. Mamma átti risastóran þátt í því að móta mig sem einstakling.“ Logi talar af mikilli hlýju um móður sína, sem var frábær listakona og teiknaði og málaði nokkrar myndanna sem prýða veggi heimilisins. Í orðum Loga má einnig greina söknuð, þrátt fyrir að móðir hans sé enn á lífi. Hún glímir hins vegar við alvarleg veikindi og er í dag aðeins skugginn af sjálfri sér.

Með sjaldgæfan heilasjúkdóm

„Ofan á allt saman, þegar ljóst var að ferillinn væri búinn, og ég kominn heim, þá veiktist mamma. Fyrst fékk hún krabbamein og svo fékk hún sjaldgæfan heilasjúkdóm sem gerir það að verkum að hún lamast öll smám saman. Það eru mjög fáir með þennan sjúkdóm. Þetta er hrörnunarsjúkdómur – eiginlega systursjúkdómur Alzheimers. Hún er komin í hjólastól, getur ekki talað eða tjáð sig með neinum hætti. Hún er bara þarna í stól og getur ekkert gert. Það er ótrúlega erfitt að horfa upp á það. Maður veit ekki alveg hvernig maður á að vera í svona aðstæðum. Þetta er svo skrýtið. Ég veit ekki einu sinni hvort hún skilur mig,“ segir Logi einlægur.

„Það breytir manni að lenda í svona áföllum á lífsleiðinni. En maður getur svolítið valið hvort það eigi að breyta manni til hins betra eða hvort maður sökkvi sér í neikvæðni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni