Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson upplýsti í þættinum Atvinnumennirnir okkar á Stöð 2 á sunnudag að hann gerði ráð fyrir að hætta að spila þegar hann verður 32 ára. Gylfi, sem er 26 ára og hefur verið atvinnumaður í rúman áratug, sagði að hann hafi á sínum yngri árum talið að hann myndi spila til 36 ára aldurs en það hefði breyst.
Það er þó vonandi fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins að Gylfi eigi meira en sex ár eftir í toppstandi og nái að fara fyrir liðinu á næstu þremur til fjórum stórmótum hið minnsta. Sérstaklega þar sem Gylfi hugsar sérlega vel um sig, er bindindismaður og fer eldsnemma í háttinn.