fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fókus

Formaður Barnaheilla: „Ef þú ert ekki með hita þá ferðu í skólann“

Kvíðnum börnum ekki gerður greiði með að sleppa skóla – Meðvirknin oft mikil hjá foreldrum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef barn vill ekki mæta í skólann sinn að morgni er ef til vill ekki hægt að gera því meiri ógreiða en að leyfa því að fara sínu fram og sitja heima,“ segir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og formaður Barnaheilla en hún segir það varhugavert að foreldrar sleppi því að senda börn sín í skóla vegna kvíða. Það sé olía á eldinn og til þess fallið að auka enn frekar á kvíða viðkomandi barns.

Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri velti því fyrir sér á dögunum hvort það væri kominn tími til þess að taka upp dagsektir í íslenskum skólum vegna fjarveru kvíðinna barna. DV fjallaði um málið en ummæli Soffíu vöktu mikla athygli og umtal.

Kolbrún var gestur þáttarins Kvikan á Hringbraut þar sem meðal annars kom fram að fimmta hvert ungmenni ætti við sálrænan eða geðrænan vanda að stríða á borð við kvíða og þunglyndi. Mörg skólabörn treystu sér ekki í skólann á morgnana og sætu þess í stað í einangrun heima. Segir Kolbrún að meðvirkni með börnum og tímaskortur foreldra geti skýrt það að börn ráði of miklu um eigin ferðir og mikilvægt væri að börn lærðu að axla ábyrð.

„Það er nóg fyrir foreldri að hringja og tilkynna veikindi og þar með er það skráð það þannig. Ef það er yfirhöfuð kvíði undirliggjandi þá versnar hann bara við þetta ef þau mæta ekki, þau sitja heima og horfa á þætti og eru í símanum,“ segur Kolbrún og bætir við að með þessu missi börnin af námi, samskiptum og því sem er að gerast í skólanum. „Kvíðinn bara vex og það verður síðan erfiðara og erfiðara að koma til baka eftir því sem á líður.“

„Ég vil vera dálítið ströng á þetta. Ég vil næstum fara í okkar daga þar sem þú bara mætir í skólann. Það er ekki flóknara en það; ef það er eitthvað vandamál í kringum það þá þarf einfaldlega að taka á því,“ segir Kolbrún og bætir við: „Ég hef stundum verið það ákveðin að vilja segja að ef þú ert ekki með hita þá ferðu í skólann og svo kemur í ljós hvort þetta eru veikindi eða ekki.“

Hún bendir á að með því að leyfa börnum að vera heima sé verið að senda þeim þau skilaboð að menntun skipti ekki máli. „Við verðum að passa upp á að þetta fari ekki í öfgar og nú þegar hef ég áhyggjur af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn

Ragga nagli deilir skotheldri svefnrútínu – Svona geturðu bætt nætursvefninn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn

Austurland að Glettingi rýfur 31 árs þögn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar

Sækir um skilnað eftir að hafa komist að skuggalegu leyndarmáli eiginkonu sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“