„Í enda árs 2010 varð ég svo skrítin í líkamanum, með verki og fann að eitthvað var að sem leiddi til þunglyndis og kvíða. Ég sem hafði alltaf verið svo glöð og kát. Læknarnir voru ráðalausir en ástandið versnaði og fljótlega fór að myndast kúla út úr hálsinum á mér,“ segir Sandra Berndsen, sem býr í Danmörku sem var ítrekað sagt af læknum að um sýkingu væri að ræða.
„Kúlan hélt hins vegar áfram að stækka og var orðin eins og golfkúla. Það var ekki fyrr en ég fór að finna fyrir öndunarörðugleikum og gat ekkert borðað nema fljótandi að læknar reyndu að ná sýni úr kúlunni, fjórum sinnum, án árangurs.“