fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

„Eins og einhver hefði flett húðinni af með ostaskera“

„Hrafnhildur fékk yfir sig djúpsteikingarpott og hlaut alvarlegan bruna – Erfitt að þurfa stöðugt að hylja sig

Auður Ösp
Laugardaginn 23. janúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Eva Ingibergsdóttir var 11 ára gömul þegar hún hlaut alvarlegan bruna á höndum, andliti og fótum eftir að hafa fengið yfir sig sjóðheita olíu úr djúpsteikingarpotti. Í kjölfarið fékk hún áberandi ör víðsvegar um líkamann sem hún kveðst hafa liðið miklar sálarkvalir fyrir og þá ekki síst á unglingsárunum þegar allt snýst um útlitið. Hún segir að með árunum hafi orðið auðveldara að sættast við sjálfa sig og hvetur hún alla þá sem þjást af óöryggi vegna öra eða annara lýta til þess að leita leiða til að elska sig eins og þeir eru.

„Ég man ekki mikið úr æsku minni en þetta atvik man ég hins vegar mjög skýrt,“ segir Hrafnhildur í samtali við blaðamann DV.is en meðfylgjandi myndir tók hún nýlega af sjálfri sér og birti á facebook í tengslum við átakið #shareyourscar. „Þetta atvikaðist þannig að ég flækti fótinn í rafmagnssnúru sem var tengd við djúpsteikingarpott. Í kjölfarið fékk ég pottinn yfir mig,“ segir hún en hún lýsir sársaukanum sem óbærilegum. „Það var eins og húðin væri að bráðna af mér.“ Hún segist eiga móður sinni og snarræði hennar mikið að þakka og var Hrafnhildur flutt með hraði á sjúkrahús. „Það er svolítið fyndið að nokkrum klukkutímum áður var ég ný komin úr sundi þar sem var verið að ræða um sjúkrabíla. Ég sagði „Ég hef aldrei farið í sjúkrabíl og mun örugglega aldrei fara í sjúkrabíl“ Ég var aldrei veik þegar ég var yngri og slasaði mig aldrei. Nokkrum klukkutímum eftir að ég sagði þetta var ég síðan kominn í sjúkrabíl!“

Alltaf kappklædd

Á sjúkrahúsinu kom í ljós að Hrafnhildur var með þriðja stigs bruna á fótum og annars stigs bruna á andliti og hendi og þurfti hún að dvelja í rúmar þrjár vikur í einangrun vegna sýkingahættu. Eftir það tók við ferli sem miðaði að því að lagfæra húðina á líkamanum. Hrafnhildur segir fæturna hafa komið hvað verst úr úr brunanum og var meðal annars tekið skinn af lærinu til að græða yfir þá auk þess sem hún gekkst undir fimm „strekkingar“ á húðinni. „Andlitið greri furðu vel en þegar ég var 13 ára þurfti ég að fara í nokkrar aðgerðir til að laga það.“

„Í mörg ár fór ég í sokkum í sund svo fólk sæi ekki fæturna“

Hún segir að blessunarlega hafi ekki orðið fyrir aðkasti eða stríðni af hendi jafnaldra sinna vegna öranna sem bruninn skildi eftir sig. „Það var aðallega þegar ég fór á almenningstaði að ókunnugt fólk glápti á mig og jafnvel gretti sig. Það sá kanski stóra rauða ferningin á lærinu á mér sem leit út eins og einhver hefði reynt að fletta húðina af með ostaskera.“

„Þar af leiðandi var ég alltaf í háum sokkum og lokuðum skóm og gat aldrei fengið mig til þess að klæða mig í stuttbuxur og sandala heldur þurfti ég að láta mig hafa það þegar það var heitt úti að vera kappklædd. Ég gat þess vegna aldrei notið þess að vera úti í sólinni á sumrin. Í mörg ár fór ég í sokkum í sund svo fólk sæi ekki fæturna því mér sjálfri fannst þeir ógeðslegir,“ heldur hún áfram. „Ég myndi segja að það hefti mann alveg svakalega að þurfa stöðugt að vera að hylja sig, stöðugt að vera fela það hver maður er.“

„Ókunnugt fólk glápti á mig og jafnvel gretti sig“

Hjálpar að hafa húmor

Hún segir mikið hafa breyst eftir hún kynntist manni sínum, Hirti Magnússyni þegar hún var 19 ára gömul. „Þegar ég kynntist honum fyrst þá háttaði ég mig alltaf í myrkri svo hann sæi ekki örin. Ég var svo hrædd um að honum myndi finnast ég ógeðsleg,“ segir hún en viðbrögð hans urðu þó allt önnur en hún hafði búist við. „Þegar hann sá fæturna þá sagði hann: „Nei vá þú ert með svona krókódíla fætur!“ Eftir það byrjaði ég að vera sáttari. Hann Hjörtur hefur líka kennt mér að hafa húmor fyrir hlutunum og fyrir sjálfri mér og það held ég að hjálpi rosalega mikið. Hann hefur til dæmis verið að grínast stundum með það að ég þurfi allavega ekki að hafa áhyggjur af því þegar ég verð orðin gömul og krumpuð,“ segir Hrafnhildur hlæjandi.

„Þannig að ég í dag hugsa ég ekki eins mikið um þetta og ég gerði. Ég er ekki eins mikið með þetta á heilanum,“ segir hún jafnframt en hún kveðst fagna átakinu #shareyourscar sem fengið fjölda manns til að stíga fram með ör sem það hefur hlotið vegna sjúkdóma eða slysa. „Ég vona að mín saga muni kanski fá einhvern til að sjá að við erum ekki ein með þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað