Það er óhætt að segja að Edda Sigurjónsdóttir hafi ekki dáið ráðalaus eftir að hafa missti vinnuna í kjölfar efnahagshrunsins. Til þess að láta enda ná saman fann hún upp á sparnaðaráði sem gerir henni kleift að skella sér í utlandsferð einu sinni á ári.
Edda ræddi við Pressuna um þetta ráð sitt sem hún deildi upphaflega inni á facebook hópnum vinsæla Góða Systir. „Ég lenti í bílslysi og missti vinnuna árið 2008. Ég hafði lagt fyrir 7000 krónur á mánuði í sjö ár og það var orðið um 800 þúsund krónur. Ég átti svo 700 þúsund krónur inni hjá skattinum, þannig að þetta bjargaði mér.“
„Ég bý í blokk og eru íbúðirnar 20 allar jafn stórar. Orkureikningarnir eru helmingi lægri hjá mér en flestum. Ég er búin að setja LED perur í allt. Ég nota þurrkarann sem minnst. Hengi alla efriparta á herðatré á sturtuhengið, nenni ekki að strauja, og svo fara neðripartar á þvottagrind. Ég nota uppþvottavélina aldrei.“
Edda kveðst með þessu spara um 120.000 krónur á ári, eða andvirði heillar utanlandsferðar. „Ég skipulegg útréttingar einu sinni í viku í stað þess að sækja einn hlut í einu og versla frekar í nærumhverfi,“ segir Edda jafnframt og skorar á fólk að reyna slíkt hið sama.