fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Lækna-Tómas varð fárveikur vegna myglusvepps

Var lengi að gera sér grein fyrir orsök veikindanna

Auður Ösp
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sveiflaðist sumsé frá því að vera afar heilsuhraustur og lítið kvefsækinn yfir í það að vera með alls konar einkenni þreytu og veikindi,“ segir Tómas Guðbjartsson hjarta- og lungnaskurðlæknir, einnig þekktur sem Lækna- Tómas en hann veiktist illa af myglusvepp eftir að hann fékk nýja skrifstofu á Landspítalanum. Smám saman missti hann heilsuna og segir hann að í kjölfar þess að hann steig fram með veikindi sín hafi komið í ljós fjöldi annarra starfsmanna Landspítalans voru einnig veikir vegna sveppsins.

Tómas vakti mikla athygli og aðdáðun hjá landsmönnum árið 2014 þegar hann með snarræði sínu bjargaði lífi manns sem var stunginn hafði verið í hjartað. Var hann í kjölfarið til umfjöllunar í flestum fjölmiðlum landsins og fékk þá viðurnefnið Lækna-Tómas. Hann var í viðtali í sjónvarpsþættinum Mannamál sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi en þar lýsti hann erfiðu tímabili í lífi sínu sem einkenndist af miklum og erfiðum veikindum. Hann fann meðal annars fyrir gríðarlega miklum slappleika.

„Ég lenti í því þegar ég fékk mína prófessorstöðu að fá einhverja flottustu skrifstofu á spítalanum, prófessorsskrifstofuna sem reyndist vera illa skemmd af myglu og missti bara algjörlega heilsuna,“ segir Tómas í viðtalinu og bætir við að hann hafi verið nokkuð lengi að gera sér grein fyrir orsök veikinda sinna.

Dró hann fyrst þá ályktun að það væri vegna álagsins sem fylgdi nýja starfinu hans sem prófessor auk þess sem hann varð hæðarveikur í fjallgöngu í Afríku: „En svo ágerðust veikindin svo mjög eftir því sem á leið að ég mátti ekki lengur sjá nokkurn kollega minna á göngum spítalans að ég bar ekki upp við hann spurningu um hvað í raun og sann gæti verið að mér,“ heldur Tómas áfram en hann reyndi meðal annars við sýklalyf og stera.

Hann endaði í lokum í aðgerð þar sem orsök veikinda hans kom í ljós. „Þá vissi maður hvað vandamálið var en ég áttaði mig á því hvað það var mikil fáfræði um þennan sjúkdóm og þessi einkenni meðal kollega minna og hjá sjálfum mér,“ heldur hann áfram en hann segist hafa ákveðið að stíga fram og segja sína sögu þar sem hann vissi að fjöldi annarra starfsmanna á Landspítalanum höfðu þjáðst af sömu veikindum og hann. Hann hefur nú náð bata og segir að veikindin hafi gert hann að betri lækni. „Það er ekki síst mikilvægt að hvetja þá sem eru í kröggum að segja: „Það er ljós í myrkinu“ segir hann jafnframt. „Þetta er ákveðin lífsreynsla sem fer í reynslubankann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024