fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Fjölgun í Hilton-fjölskyldunni

Rick og Kathy Hilton eru að verða afi og amma í fyrsta skiptið

Indíana Ása Hreinsdóttir
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilton-fjölskyldan er að stækka. Nicky Hilton, litla systir Paris, á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, bankaerfingjanum James Rothschild.

Nicky og James Rothschild héldu glæsilega athöfn í Kensington-kastalanum.
Gift Nicky og James Rothschild héldu glæsilega athöfn í Kensington-kastalanum.

Mynd: FameFlynet.uk.com

Paris brúðarmær

Hjónakornin létu pússa sig saman í fyrrasumar í fallegri athöfn sem fram fór í Kensington-kastalanum á Englandi en kastalinn er nú heimili Vilhjálms Bretaprins, Kate hertogaynju og barna þeirra. Nicky, sem er 32 ára, klæddist síðerma silkikjól frá Valentino í athöfninni. Paris systir hennar var að sjálfsögðu brúðarmær og klæddist fallega bláum, síðum, ermalausum kjól.

Nicky er yngri systir Paris.
Systur Nicky er yngri systir Paris.

Mynd: epa

Dásamlegt hjónalíf

Stuttu eftir brúðkaupið mætti Nicky í viðtal við sjónvarpsstöðina E! þar sem hún dásamaði hjónalífið. „Ég mæli með þessu. Ef manni tekst að finna rétta einstaklinginn þá er þetta dásamlegt,“ sagði Nicky í viðtalinu og bætti aðspurð við að hún vildi eignast börn í framtíðinni. „Það væri æðislegt en alls ekki strax,“ sagði hótelerfinginn en núna, sex mánuðum seinna, er annað hljóð komið í strokkinn.

James Rothschild kemur úr einni þekktustu fjölskyldu Evrópu.
Verðandi foreldrar James Rothschild kemur úr einni þekktustu fjölskyldu Evrópu.

Mynd: © www.splashnews.com

Barnið, sem er að vænta í sumar, mun verða fyrsta barnabarn Hilton-hjónanna, Kathy og Ricks Hilton, sem samkvæmt talsmanni fjölskyldunnar eru í skýjunum með komandi erfingja.

Sagan segir að Paris ætli að flytja til Sviss til að vera nær kærastanum.
Hyggst flytja Sagan segir að Paris ætli að flytja til Sviss til að vera nær kærastanum.

Mynd: epa

Hittust í brúðkaupi

Nicky og James kynntust í brúðkaupi Petru Ecclestone, dóttur Formúlu 1-milljarðamæringsins Bernies Ecclestone, og auðkýfingsins James Stunts árið 2011. James Rothschild kemur úr einni þekktustu og auðugustu fjölskyldu Evrópu og því ljóst að Nicky þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hann hafi kvænst henni til fjár.

Partíljónið Paris fékk að sjálfsögðu að skipuleggja gæsun systur sinnar þar sem vel völdum vinkonum og frænkum var boðið í helgarferð til Miami. Paris gerði sér lítið fyrir og pantaði eins fatnað á allan hópinn auk kórónu handa Nicky og hélt svo stuðinu uppi með eigin tónlist sem hún hefur unnið að upp á síðkastið.

Paris hefur verið upptekin af tónlistarferli sínum upp á síðkastið.
Plötsnúður Paris hefur verið upptekin af tónlistarferli sínum upp á síðkastið.

Mynd: epa

Ástfangin Paris

Kærasti Paris er austurrískur viðskiptajöfur sem býr í Sviss.
Fann ástina í Evrópu Kærasti Paris er austurrískur viðskiptajöfur sem býr í Sviss.

Tónlistin er þó ekki það eina sem á huga og hjarta Paris þessa dagana því samkvæmt slúðurmiðlunum vestanhafs er hún yfir sig ástfangin. Sá heppni heitir Thomas Gross og er 39 ára athafnamaður og milljarðamæringur frá Austurríki. Gross býr í Sviss og samkvæmt fréttum ætlar Paris að flytja til Sviss til að vera nær ástinni sinni. Það er ekki tíðindalaust hjá Hilton-fjölskyldunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni