fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Nöfn stjarnanna áður en þær urðu frægar

Hvaða grínisti hét Caryn Elaine Johnson?

Indíana Ása Hreinsdóttir
Laugardaginn 16. janúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood er ótrúlegur staður og eitt af því skrítnasta eru öll eftirtektarverðu stjörnunöfnin. Margar af frægustu og þekktustu stjörnum heims þekktust undir allt öðrum nöfnum áður en þær slógu í gegn. Veist þú til að mynda hver Stevland Hardaway Judkins er?

Tina Fey var Elisabeth Stamatima Fey

Tina Fey var skírð Elisabeth Stamatima Fey. Það er því ekkert skrítið að hún hafi breytt nafninu sínu. Tina Fey hljómar mun betur.

Stevie Wonder var Stevland Hardaway Judkins

Það er varla til fallegra né athyglisverðara eftirnafn en Wonder. Fyrir mann sem hlaut nafnið Stevland Hardaway Judkins hljómar Stevie Wonder mun betur.

Miley Cyrus var Destiny Hope Cyrus

Destiny Hope Cyrus er fínasta nafn og segir líklega mest um bjartsýni foreldra hennar. Ekki er vitað hvort pabbi hennar, Billy Ray, breytti nafninu eða henni var skipað að gera það af Disney.

Ralph Lauren var Ralph Lifshitz

Fá nöfn innan tískugeirans vega jafn mikið og Ralph Lauren. Ætli tískujöfurinn hefði slegið jafn rækilega í gegn undir nafninu Ralph Lifshitz? Erfitt að segja en nafnið hefur allavega ekki skemmt fyrir.

Natalie Portman var Natalie Herschlag

Leikkonan Natalie Portman var skírð Herschlag en breytti nafninu afar snemma. Hún var aðeins unglingur þegar hún lék í myndinni Leon og gekk þá þegar undir nýja nafninu.

Woopy Goldberg var Caryn Elaine Johnson

Grínistar vilja vekja eins mikla athygli á sér og mögulegt er. Leiðin sem Caryn Elaine Johnson fór var að breyta nafni sínu í Whoopy Goldberg.

Jamie Foxx var Eric Marlon Bishop

Ástæðan fyrir því að leikarinn Jamie Foxx breytti nafni sínu er ótrúleg. Þegar Jamie var ungur grínisti og barðist um athyglina vildi hann athuga hvort hann kæmist lengra ef hann bæri kvenkyns nafn. Það hefur greinilega virkað.

Lady Gaga var Stefani Joanne Angelina Germonotta

Það er líklega ekki skrítið að Lady Gaga hafi valið sér annað nafn en Stefani Joanne Angelina Germonotta. Þetta langa nafn hefði aldrei komist fyrir á geisladiski.

Mynd: Reuters

Demi Moore var Demetria Gene Guynes

Foreldrum Demi Moore tókst að velja þrjú nöfn sem öll er erfitt að bera fram. Það er því ekki undarlegt að leikkonan hafi valið sér einfalt og gott nafn þegar hún fór að leita hófanna í Hollywood.

Mynd: Reuters

Bob Dylan var Robert Allen Zimmerman

Robert Allen Zimmerman er einn frægasti lagahöfundur í heimi en við þekkjum hann sem Bob Dylan.

Olivia Wilde var Olivia Jane Cockburn

Leikkonan Olivia Wilde bar hið fallegasta nafn sem var líklega ástæðan fyrir því að hún valdi sér annað til að koma sér áfram í Hollywood. Eftirnafnið Wilde stingur svo sannarlega í stúf.

Helen Mirren var Ilyena Lydia Vasilievna Mironov

Ætli stórleikonan Helen Mirren státaði af sama glæsilega ferlinum ef hún héti ennþá Ilyena Lydia Vasilievna Mironov? Við munum aldrei vita það fyrir víst en þar sem hún er svo einstaklega fær leikkona eru allar líkur á því.

Tiger Woods var Eldrick Tont Woods

Þegar þú ert heimins fremsti golfari viltu bera nafn sem auðvelt er að bera fram þegar þú ert í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni