Ragnheiður M. Kristjónsdóttir hefur misst ótrúlega marga ættingja
„Stundum verð ég reið yfir okkar hlutskipti en ég reyni að komast hjá því. Það bitnar eingöngu á manni sjálfum. Þetta er bara svo mikið. Það væri ekki hægt að skálda þetta.
Ég hafði talað við pabba í síma á föstudagskvöldinu þar sem hann óskaði mér til hamingju með nýja starfið. Kaldhæðni örlaganna höguðu því þannig að ég var ráðin ritstjóri Séð og heyrt daginn áður en pabbi dó. Á laugardeginum hringdi Agnes systir og sagði mér að pabbi svaraði ekki í símann. Þar sem ég bjó í næstu götu við hann og var með lykla fór ég að athuga með hann. Hann svaraði ekki þegar ég fór inn og kallaði en svo sá ég hann liggjandi á gólfinu. Hann var dáinn.“