fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Áslaug Arna um sölu áfengis í matvöruverslunum: „Það þarf ekki einu sinni að ræða þetta í þinginu“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 13. janúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er eitthvað svo eðlileg framför,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins en hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær áfengi verður selt í matvöruverslunum.

Í samtali við Brennsluna á FM957 segir Áslaug Arna að tímaspursmál sé hvenær atkvæðagreiðsla um frumvarpið verði sett á dagskrá af forseta þingsins. Segir hún að þegar komi til atkvæðagreiðslunnar verði hægt að sjá hvaða þingmenn eru frjálslyndir og „hverjir eru enn í Ríkisútvarpinu og svarthvítu sjónvarpi að banna bjórinn.“

Ummæli Áslaugar um sölu áfengis í matvöruverslun vöktu usla árið 2013 en þá sagði hún í viðtali við Fréttatímann að það væri tímaskekkja að ríkið seldi áfengi – ef fólk vildi fá sér rauðvín með steik eða hvítvín með humri ætti það að geta farið út í búð, sama á hvaða tíma dags, og keypt sér vín. Óhætt er að segja að ummælin hafi fallið í grýttan jarðveg en hér má sjá frétt DV um málið

Í viðtali við Brennsluna í morgun segir Áslaug að fólk sé gjarnt á að segja á frumvarpið sé ekki forgangsmál, heldur eigi frekar að ræða efnahagsmálin. „Þetta er nú bara eðlileg framför. Það þarf ekki einu sinni að ræða þetta í þinginu, þetta ætti bara að fljúga í gegn,“ segir hún og hvetur menn til að hætta eilífu málþófi sem taki alltof langan tíma.

Þá tekur hún undir það að með því að fresta því sí og æ að samþykka frumvarpið mætti halda verið væri að vernda óskilgreindan hóp í þjóðfélaginu og bendir á að sömu rök hafi verið notuð þegar bjórinn var bannaður á árum áður.

„Núna hristum við nú hausinn yfir því og hlæjum að ræðum alþingsmanna eins og Steingríms J. Sigfússonar sem héldu að hér yrði allt rúllandi fullt alla daga vikunnar, ef bjór yrði leyfður.

Aðspurð um hvenær verði hægt að rölta út í næstu matvörubúð og kippa með sér bjór svarar Áslaug að það fari eftir fólkinu sem situr á þingi: okkar kjörnu fulltrúum og það gæti allt eins gerst í sumar. „En það eru kanski ekkert mestu líkurnar á því. En það er kanski ekkkert mestu líkurnar á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set