fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Kampakátir sigurvegarar

Stjörnurnar skinu á Golden Globe

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golden Globe-verðlaunin, verðlaun erlendra blaðamanna í Hollywood, voru veitt síðastliðið sunnudagskvöld. Ricky Gervais var kynnir og skaut í allar áttir. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum voru Donald Trump, Ben Affleck og Mel Gibson, en sá síðastnefndi var á staðnum og tók vel í grínið.

Alejandro Inarritu og Leonardo DiCaprio hljóta að horfa vonaraugum til Óskarsins eftir að hafa verið sigurvegarar á Golden Globe.
Leikstjórinn og leikarinn Alejandro Inarritu og Leonardo DiCaprio hljóta að horfa vonaraugum til Óskarsins eftir að hafa verið sigurvegarar á Golden Globe.

Mynd: EPA

Sigurvegari kvöldsins var kvikmyndin The Revenant sem var valin besta dramamynd ársins. Leikstjóri myndarinnar, Alejandro Inarritu, var valinn leikstjóri ársins og aðalleikarinn Leonardo DiCaprio var valinn besti leikarinn og var honum ákaft fagnað. Eftir að hafa fengið Golden Globe-verðlaunin aukast möguleikar leikarans á að hreppa Óskarsverðlaunin, en hann hefur aldrei hlotið þau.

Brie Larson fékk verðlaun sem besta leikkona ársins í hinni dramatísku mynd The Room sem byggð er á metsölubók Emmu Donoghue og fjallar um konu sem er haldið fanginni árum saman í herbergi ásamt ungum syni sínum. Sigur hennar kom ekki á óvart og margir spá því að hún muni einnig hampa Óskarnum. Kate Winslet hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í dramamyndinni Steve Jobs og viðbrögð hennar voru eins og hún hefði aldrei áður hlotið kvikmyndaverðlaun.

Jennifer Lawrence stígur ekki feilspor á ferlinum og er orðin vön því að hreppa verðlaun.
Hæfileikarík leikkona Jennifer Lawrence stígur ekki feilspor á ferlinum og er orðin vön því að hreppa verðlaun.

Mynd: EPA

Hin hæfileikaríka Jennifer Lawrence hlaut verðlaun sem besta leikkonan í gamanmynd í myndinni Joy og Matt Damon fékk verðlaun sem besti leikari í gamanmynd fyrir hlutverk sitt í The Martian. Reyndar hefur flokkunin á þeirri mynd sem gamanmynd hlotið nokkra gagnrýni.

Sylvester Stallone var ákaft fagnað þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir leik sinn í Creed.
Vinsæll sigurvegari Sylvester Stallone var ákaft fagnað þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir leik sinn í Creed.

Mynd: EPA

Sylvester Stallone fékk verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í myndinni Creed en þar fer hann enn og aftur með hlutverk Rocky Balboa, sem hann segir að sé besti vinur sem hann hafi nokkurn tímann átt. Sigur Stallone féll sannarlega í kramið hjá viðstöddum en honum var gríðarvel fagnað. Þeir sem hafa fram að þessu talið Stallone lélegan leikara ættu að endurskoða þá afstöðu sína því gagnrýnendur hafa borið mikið lof á frammistöðu hans í myndinni. Lady Gaga fékk verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum American Horror Story en þar leikur hún morðóða vampíru með miklum tilþrifum.

Hún fékk verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum American Horror Story.
Lady Gaga í sigurvímu Hún fékk verðlaun fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum American Horror Story.

Denzel Washington fékk sérstök heiðursverðlaun og mætti kampakátur með fjölskylduna upp á svið.

Athöfnin þótti vel heppnuð og skemmtileg sem skrifast fyrst og fremst á reikning Ricky Garvais sem fór á kostum.

Fékk sérstök heiðursverðlaun og mætti með fjölskylduna upp á svið.
Denzel Washington Fékk sérstök heiðursverðlaun og mætti með fjölskylduna upp á svið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?