fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Fúlt að komast ekki á Ólympíuleikana

Aron meiddist alvarlega og varð að hætta að spila – Reyndi að komast aftur í gang

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. janúar 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, spilaði með landsliðinu um nokkurra ára skeið, en ferlinum lauk heldur fyrr en til stóð vegna alvarlegra meiðsla. „Ég spilaði minn fyrsta landsleik árið 1994, undir Þorbergi Aðalsteinssyni, eftir að hafa átt gott mót með undir 20 ára-landsliðinu. Svo var ég aðeins rétt fyrir utan liðið og spilaði einstaka leiki í svolítinn tíma. Datt betur inn í liðið 1999 og var kominn í mjög góða stöðu árið 2003 þegar ég meiddist í lok ársins,“ segir Aron og vonbrigðin leyna sér ekki í röddinni þótt langt sé um liðið.

„Þá var Guðmundur landsliðsþjálfari og ég leikstjórnandi og mér var farið að ganga virkilega vel í því hlutverki. Við vorum nýbúnir að tryggja okkur inn á Ólympíuleikana í Aþenu, en þá höfðu Íslendingar ekki verið með á Ólympíuleikum í tólf ár. Þannig að þetta var auðvitað mjög fúlt. Ég var nýbúinn að skipta um félag og var á leiðinni til Danmerkur á nýjan leik. Ég var kominn til Holstebro, búinn að gera þriggja ára samning, en meiddist í mínum öðrum leik og ferillinn var bara búinn.“

Um var að ræða alvarleg brjóskmeiðsli fyrir aftan hnéskelina og Aron fékk þau skilaboð frá lækninum sínum að það væru um 50 prósent líkur á því að hann gæti spilað aftur. Það var hins vegar ljóst að hann myndi ekki geta æft eins mikið og yrði líklega aldrei eins góður og hann vildi vera. Hann langaði samt mikið að reyna, þótt það væri ekki nema bara til að komast á Ólympíuleikana eins og til hafði staðið. „Gummi (Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari) í sambandi við mig langt fram á sumarið í þeirri von að ég næði mér á strik, en ég komst aldrei almennilega í gang. Það var mjög svekkjandi að missa af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024