fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Nú förum við heim“

Aron vildi ekki að synirnir yrðu Danir – Spilaði allan atvinnumannsferilinn í Danmörku

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. janúar 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, spilaði allan sinn atvinnumannsferil í Danmörku. Þegar hann varð svo að hætta að spila vegna meiðsla tók þjálfarastarfið við. Hann þjálfaði meðal annars danska liðið Skjern um þriggja ára skeið.

Þrátt fyrir að fjölskyldunni liði vel í Danmörku þá togaði Ísland eftir þriggja ára þjálfaraferil hjá Skjern. Það má eiginlega segja að táknrænt atvik hafi gert það að verkum að Aron ákvað að nóg væri komið. „Við sátum fjölskyldan og horfðum á landsleik í fótbolta, Ísland – Danmörk, og miðjustrákurinn minn hélt með Danmörku allan tímann. Ég var alveg að verða brjálaður á honum. Hann var að verða Dani. Þá sagði ég við konuna mína: „Nú förum við heim“,“ segir Aron og hlær dátt. „Ég vildi ekki missa þá í að verða Danir,“ bætir hann kíminn við.

Vann alla titla með Kolding

En Aron hafði þó ekki alveg sagt skilið við Danmörku því snemma árs 2014 bauðst honum að taka við úrvalsdeildarliðinu Kolding í Kaupmannahöfn út keppnistímabilið og fékk hann leyfi hjá HSÍ til að sinna því meðfram landsliðsþjálfarastarfinu. Aron og fjölskylda hans tóku þó ákvörðun um að þau fylgdu honum ekki út, allavega ekki strax. Þau ætluðu að sjá hvað yrði úr þessu.

„Það voru mikil vandamál hjá Kolding þegar ég kom þangað. Aðalþjálfarinn hafði verið í veikindaleyfi um tíma og aðstoðarþjálfarinn var með liðið og það var mikið um meiðsli. En mér gekk engu að síður vel með liðið og við unnum alla titla sem við gátum unnið í Danmörku. Það voru líka mikil fjárhagsvandræði hjá félaginu og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég fór ekki að rífa fjölskylduna með mér, ef ske kynni að félagið yrði svo fljótlega gjaldþrota.“
Um áramótin 2014–2015 var staða félagsins orðin það slæm að ljóst var að þeir hefðu ekki efni á því að halda Aroni sem þjálfara. Það var þó ekki gert opinbert strax, enda reynt til þrautar að rétta fjárhag félagsins við svo hægt væri að halda Aroni, enda mikil ánægja með hans störf. Það tókst hins vegar ekki og hann sagði skilið við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Í gær

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“