fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Lilja greip til sinna ráða til bjarga dóttur sinni: „Ég er með mann hérna sem er til að fara og ná í hana ef þið gerið það ekki“

Lögreglan gat ekkert gert – Dóttirin var eitt af „týndu börnunum“

Auður Ösp
Föstudaginn 8. janúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það liggur við að ég hafi vaknað næsta morgun og ekki þekkt barnið mitt,“ segir Lilja Torfadóttir, móðir ungrar stúlku sem leiddist út af sporinu á unglingsárum og fylgdi því fíkniefnaneysla og slæmur félagsskapur. Varð dóttir hennar í kjölfarið eitt af hinum „týndu börnum“ sem reglulega er auglýst eftir í fjölmiðlum. Lilja segir það minnistætt þegar hún komst að því að dóttir hennar dvaldi heima hjá mun eldri manni. Lögreglan sagðist ekki hafa heimild til að sækja dóttur hennar þangað og endaði það svo að Lilja greip til sinna eigin ráða.

Rætt var við Lilju í Ísland í dag í gærkvöldi en einnig var rætt Guðmund Fylkisson lögreglumann sem hefur sérhæft sig í að leita að týndum börnum og ungmennum. Lilja segir að á sínum tíma hefði verið gott að vita af lögreglumanni eins og Guðmundi sem væri í fullu starfi við að leita af týndum börnum en dóttir hennar var aðeins 14 ára þegar hún leiddist út í óreglu. Þegar hún byrjaði í 8.bekk fór hún í stærri skóla og því fylgdi annar félagsskapur. „Um leið og hún fer inn í þennan stóra skóla þá breyttist allt,“ segir hún.

Dóttir fór að stela úr sjoppum og skrópa í skólanum og leiddist út í kannabisneyslu. Hún var 13 ára þegar hún lét sig hverfa í fyrsta skipti og var horfin í sólarhring. Geðshræringin var þá mikil að sögn Lilju. „Ég svaf náttúrulega ekki neitt, maður var bara heima hringjandi út um allt, hringjandi i lögguna, hringjandi í barnavernd á bakvakt. Þetta er geðhræringartilfinning; þú ræður ekkert við þig, þér finnst eins og það eigi að ræsa út allt lið til að fara að leita að barninu þínu.“

„Hún lét sig hverfa nokkru sinnum. Stundum var það sólarhringur. Stundum var það tveir, stundum var það hátt í þrír,“ heldur Lilja áfram en hún kveðst hafa stöðugt beðið eftir símtalinu um að barnið hennar væri látið.

Hún rifjar upp eitt atvik þegar dóttir hennar týndist. „Ég vissi hvar hún var, við vissum hvaða manni hún var hjá. Hann var 24 ára og hún 14 ára. Ég hringi í geðshræringu í lögregluna og segi: „Dóttir mín er hjá þessum manni, ég veit hvar hann býr.“

Lilja fékk þau svör að ekekrt væri að hægt að gera, þrátt fyrir að hér væri um að ræða barn heima hjá fullorðnum manni. Hún tók því til sinna ráða enda ætlaði hún að eigin sögn ekki að láta þetta viðgangast.

„Þannig að ég hringi aftur og segi við hann að ég sé með mann. Ég var búin að tala við mann. Ég sagði: „Ég er með mann hérna sem er til að fara og ná í hana ef þið gerið það ekki. Þetta er barnið mitt og ég ætla að ná henni þarna út.“

Lögreglan fór í kjölfarið heim til mannsins. Ekkert var þó hægt að gera þar sem enginn svaraði dyrabjöllunni. Dóttir hennar skilaði sér þó heim stuttu síðar.

Lilja segir gott af vita af Guðmundi. „Það eitt að vita af honum þarna úti að vera að gera eitthvað og líka að bera virðingu fyrir börnunum. Maður finnur hvernig Guðmundur ber virðingu fyrir þeim og ber virðingu líka fyrir okkur foreldrunum,“ segir hún jafnframt en dóttir hennar er á beinu brautinni í dag og hefur verið edrú í 13 mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024