fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ingó segir skilið við Veðurguðina: Leitar að nafni fyrir nýtt band

Tíu nöfn koma til greina – Hægt er að kjósa um nafnið á Facebook – Hyggst taka þátt í Eurovision með nýja bandinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 16:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó Veðurguð, tilkynnti skömmu fyrir áramót að hljómsveitin Ingó og Veðurguðirnir væru nú á leið í pásu. Sjálfur hyggst Ingó halda áfram með nýju bandi og leitar hann nú að nafni fyrir nýja bandið.

„Sælir kæru vinir og gleðilega hátíð. Eftir 10 ár saman höfum við í bandinu ákveðið að taka okkur smá pásu! Þetta hefur verið ansi viðburðaríkur tími þar sem við höfum verið svo heppnir að fá að koma fram nánast á hverjum einasta stað á landinu og spila fyrir hálfa þjóðina er óhætt að segja. Við þökkum ykkur innilega fyrir góðar viðtökur og margar frábærar stundir!

Ég mun hins vegar halda áfram að koma fram og ætla að spýta í lófana og fara að dæla út músík. Þá kemur hins vegar að ykkur, mig vantar nauðsynlega nafn á þá hreyfingu tónlistarmanna sem verður mér innan handar,“ segir í færslu frá Ingó sem birt var 30 desember síðastliðinn.

Í kjölfarið hófst nafnakeppni og bauð Ingó vegleg verðlaun. Eina skilyrðið var að nafn nýju hljómsveitarinnar kæmi á eftir nafni hans. Það er að segja Ingó og…

Í dag tilkynnti Ingó svo á Facebook-síðu sinni að dómnefnd hefði valið tíu bestu tillögurnar í nafnakeppninni. Þær voru svo birtar í athugasemdum fyrir neðan færsluna. Þar geta aðdáendur kappans líkað við sitt uppáhalds nafn.

„Ég tilkynni svo nafnið á bandið eftir 2 til 3 daga og sigurvegarann i leiðinni. Flest like verða metin og dómnefnd velur einnig sitt besta.“

Ingó segir að eitt af fyrstu verkefnum nýja bandsins verði að taka þátt í forkeppni Eurovision í febrúar.

Hér má sjá færsluna og sjá hvaða nöfn koma til greina.

(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/is_IS/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));

Kæru vinir! Takk innilega fyrir frábærar viðtökur i nafnakeppninni. Nu hefur dómnefndin valið 10 bestu tillögurnar. Þær…

Posted by Ingó Veðurguð on 6. janúar 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja