fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Claudia: „Ég labbaði í burtu og hugsaði: „Ég er íslensk!“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 5. janúar 2016 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Claudia Ashonie Wilson kemur frá Jamaíku en hefur sest að hér á landi. Daginn sem hún upplifði sig í fyrsta sinn sem Íslending man hún ennþá afar vel.

Rætt er við Claudiu í fyrsta þættinum af Rætur en þátturinn verður sýndur á RÚV næstkomandi sunnudagskvöld. „Fyrsta skiptið sem ég upplifði mig sem Íslending var í fyrra. Við stöndum fyrir utan Alþingi og það var brúðkaup í Dómskirkjunni. Mamma mín var hér í heimsókn og við stöndum þarna saman. Hópur af fólki hafði myndast þarna sem ætlaði að sjá brúðina,“ segir Claudia og rifjar upp það sem gerðist næst.

„Svo hljóp kona að mér. Hún var alveg móð og sagði: „Sástu brúðina!?“ Ég gat ekkert annað en bara brosað til hennar allan tímann, ég gat ekki einu sinni svarað af því að ég var að hugsa: „Vá hún talar íslensku við mig!“

Claudia segist hafa verið gjörsamlega uppnumin eftir þessa spurningu konunnar. „Ég labbaði í burtu, enn brosandi og hugsaði: „Ég er íslensk!“

Í þættinum er einnig rætt við Zöhru Mesbah sem sem kom til Íslands sem flóttamaður frá Afganistan fyrir rúmum þremur árum. Segir hún meðal annars að hún upplifi mikið frelsi á Íslandi. Hér séu henni allir vegir færir. „Þetta líf, sem er venjulegt fyrir fólkið hérna, er bara draumalíf fyrir ungt fólk eða stelpur sem eru í sama ástandi og ég var í.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rak augun í leitarniðurstöður eiginkonunnar á Pornhub og var ekki skemmt

Rak augun í leitarniðurstöður eiginkonunnar á Pornhub og var ekki skemmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Lindsay Lohan handtekinn – Velti eiginkonu sinni úr stól

Faðir Lindsay Lohan handtekinn – Velti eiginkonu sinni úr stól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum

Einstök Orrahríð – Ást í lofti og ryk í augum á styrktartónleikum á Skaganum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“

Sótti um skilnað eftir að eiginmaðurinn baulaði á Taylor Swift – „Segir mér allt sem ég þarf að vita um þennan mann“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?