Hallgrímur Ólafsson leikari og Matthildur Magnúsdóttir lögfræðingur giftu sig í gær í Dómkirkjunni.
Hallgrímur er flestum kunnugur sem taktlausi víkingaklapparinn Magnús Magnús Magnússon, en hefur leikið jafnt á sviði, bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, og í sjónvarpi. Núna má meðal annars sjá hann í sýningu Þjóðleikhússins Slá í gegn.
Á meðal gesta mátti meðal annars sjá Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins og eiginkonu hans, Sigurlaugu Pétursdóttur, flugfreyju og snyrtifræðing og leikarana Rúnar Frey Gíslason og Atla Rafn Sigurðsson, ásamt konum þeirra, Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur og Tinnu Dögg Kjartansdóttur.
Eftir athöfn var haldið í Leikhúskjallarann þar sem gestir skemmtu sér fram á nótt eins og hefð er í brúðkaupum.
Gestir birtu myndir á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu mattaogmello, en Hallgrímur gaf út plötuna Halli melló fyrir allnokkrum árum.
Við óskum brúðhjónunum innilega til hamingju með hjónabandið.