Hjónin Sean og Debs Kenny-Tallis keyptu kirkju í niðurníðslu á uppboði fyrir tæplega 15 milljónir króna árið 2017. The Sun greinir frá.
Síðan þá hafa þau breytt kirkjunni í fjögurra svefnherbergja heimili metið að andvirði 171 milljónir króna.
Hjónin keyptu heimilið stuttu áður en þau gengu í það heilaga, með það að markmiði að þetta yrði þeirra „heimili til æviloka.“
Kirkjan var byggð árið 1846 en var lokað árið 1999 vegna þurrafúa. Kirkjan var ósnert þar til þau keyptu hana átján árum seinna.
Sean og Debs sáu mestmegnis um vinnuna sjálf og bjuggu í hjólhýsi fyrir utan kirkjuna á meðan framkvæmdum stóð.
Sjáðu myndirnar hér að neðan.