Soundgarden rokkmessa á Gauknum
Franz Gunnarsson, gítarleikari og söngvari, er í hópi valinkunnra tónlistarmanna sem standa að sérstakri Soundgarden rokkmessu á Gauknum, laugardaginn 17. febrúar. Messan verður haldin til heiðurs söngvaranum og Íslandsvininum Chris Cornell sem lést aðeins 52 ára að aldri í maí í fyrra.
Söngur / Gítar: Einar VilbergGítar / Söngur: Franz GunnarssonBassi / Söngur: Jón Svanur SveinssonTrommur: Skúli Gíslason
Dagskráin samanstendur af helstu lögum rokksveitarinnar Soundgarden þar sem Chris Cornell var forsprakki og helsti laga- og textahöfundur. Einnig mun dúettinn Bellstop koma fram og leika lög frá sólóferli og hliðarverkefnum Chris Cornell.
„Hann var búinn glíma við þunglyndi og kvíða í mörg ár. Notaði bæði lyfseðilsskyld lyf og verkjalyf sem fóru misvel í hann og í raun er dánarorsökin rakin til þeirra því það var í sjálfu sér allt með besta móti í lífi hans þegar hann stytti sér fyrirvaralaust aldur eftir tónleika. Hann var vel kvæntur og átti fallega fjölskyldu,“ segir Franz.
Elín Jónsdóttir – SöngurRúnar Sigurbjörnsson – Gítar / Söngurhttps://www.facebook.com/bellstop.is/
„Konan hans er búin að „blammera“ lyfjarisana mikið eftir þetta, enda ekki í fyrsta skipti sem fólk á besta aldri fellur frá vegna lyfjanotkunar. Hún heyrði í Chris í síma rétt áður en þetta gerðist, fattaði að það var ekki allt með felldu og bað félaga hans að fara að gá að honum. Þegar sá braut niður hurðina á búningsherberginu var það of seint. Chris var búinn að hengja sig,“ útskýrir Franz og bætir við að flestir forsöngvarar grugg-sveitanna svokölluðu sem komu fram upp úr 1990 hafi svipt sig lífi eða látist af völdum ofneyslu fíkniefna og áfengis: „Sá eini sem er enn á lífi er Eddie Wedder úr Pearl Jam.“
Sjálfur hefur Franz verið aðdáandi Soundgarden um árabil en hann vill meina að sveitin hafi ýtt úr vör þessari tónlistarstefnu sem tröllreið öllu í upphafi tíunda áratugarins:
„Flestir halda að Nirvana sé fyrsta grugg-sveitin en Soundgarden var sú fyrsta sem komst á útgáfusamning og kom þannig Seattle, sem tónlistarborg, á kortið,“ segir hann og bætir við að það sem gerði sveitina, og síðar þessa tónlistarstefnu, að því sem síðar varð raunin hafi meðal annars skrifast á textana.
„Á textunum má heyra að höfundarnir voru flestir að berjast við þunglyndi og kvíða enda fjölluðu þeir oftast um þessar dekkri hliðar mannlífsins, og ungt fólk, utanveltu í samfélaginu, tengdi auðveldlega við þetta.“
Franz segist reikna með því að meðalaldur tónleikagesta á laugardaginn verði í kringum fertugt og upp úr enda sé það X kynslóðin sem einna helst unni þessari tónlistarstefnu. Þá eigi gruggið sér einnig eldri aðdáendur enda sé kjarni tónlistarinnar sóttur til sveita á borð við The Who og Led Zeppelin.
„X kynslóðin afmarkast af fólki sem er fætt á bilinu 1970 til svona 1985 en rokkunnendur eru auðvitað á öllum aldri,“ segir hann og bætir við að þrátt fyrir að unga fólkið í dag hlusti aðallega á rapp og danstónlist muni rokkið eflaust eiga sterka endurkomu fljótlega: „Þetta fer alltaf í hringi.“
HVAÐ: Soundgarden – Rokkmessa.
HVAR: Gaukurinn.
HVENÆR: Laugardaginn, 17. febrúar 2018.
KLUKKAN: Húsið opnað 21.00. Tónleikar hefjast 23.00
KOSTAR: 2.500 kr. í forsölu. 3.000 kr. við inngang.
ALDUR: 20 ára nema í fylgd með forráðamanni.
FORSALA: https://tix.is/is/event/5379/soundgarden-rokkmessa/
VIÐBURÐUR: https://www.facebook.com/events/188005485083799/