fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fókus

UPPSKRIFT: Fljótlegur og heilsusamlegur lax í ofni

Bara 10 mínútur á grilli eða í ofni

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lax er og verður alltaf herramanns matur. Hann er fullur af góðum næringarefnum og vítamínum og hver sem er duglegur að borða lax mun hafa gott af. Þó ekki sé nema bara fyrir allt D-vítamínið sem í honum er.

Fyrir fólk sem vill draga úr kjötneyslu er laxinn líka alveg frábær valkostur á grillið en eins og við Íslendingar vitum er hægt að grilla úti allt árið um kring.

Þessi ljúffengi réttur kemur úr smiðju Guðbjargar Finnsdóttur, íþróttakennara hjá G-Fit í Garðabæ. Hann er mjög fljótlegur og því tilvalinn helgarmatur fyrir upptekið fólk sem langar að fá sér eitthvað gott og heilsusamlegt að borða en nota líka helgina til að slaka svolítið vel á og eyða ekki óþarfa tíma í eldamennsku svona rétt eftir áramótin.

Rétturinn inniheldur jafnframt mangósultu eða Mango Chutney, sem er mikið notað með indverskum mat og gefur skemmtilega sætt en um leið kröftugt bragð.

LAXINN

INNHALD

1 stórt laxaflak
1 krukka af góðu Mango Chutney

AÐFERÐ

Laxinn er settur á álpappír, Mango Chutney er smurt ofan á flakið og látið bíða, eða marinerast, í tvo til þrjá klukkutíma. Síðan er laxastykkið grillað í um tíu mínútur á háum hita eða haft í ofni á 210 gráðum í jafn langan tíma.

LÉTT SÓSA

INNHALD

5% sýrður rjómi, ein dós
Steinselja
Vorlaukur
Pipar

AÐFERÐ

Saxið steinselju og vorlauk mjög fínt og hrærið út í sýrða rjómann. Kryddið með grófum pipar og látið standa í svolitla stund, gjarna inni í ísskáp.

Með þessum fljótlega og heilsusamlega rétti er gott að bera fram sætar kartöflur í ofni eða brún hýðishrísgrón, fer eftir smekk. Gott og ferskt salat er líka frábært með sem og ískalt kranavatn með sítrónu eða lime.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því

Leikkonan treysti vini manns síns og leyfði honum að gista heima hjá þeim – Hefði betur sleppt því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Framakonur og þekktir áhrifavaldar tóku þátt í nýjasta æðinu

Framakonur og þekktir áhrifavaldar tóku þátt í nýjasta æðinu