Bætt heilsa, betri skemmtun og meiri BIRTA!
Grandinn er nýi Laugavegurinn. Á gamla góða Kaffivagninum er hægt að fá flatköku með hangikjöti og fína fiskrétti. Þar eiga heimamenn líka enn svolítið athvarf frá blessuðum túristunum – þó að við elskum þá auðvitað helling (í jöfnu hlutfalli við evrurnar og dollarana).
Auðveldara aðengi að einstakri heilsubót er varla hægt að finna. Í sundi sameinast útivera, hreyfing og slökun. Allt fyrir örfáar krónur í hvert skipti. Mælum með að keypt séu að minnsta kosti tíu tíma sundkort.
Það fæst niðurgreitt hjá stéttarfélögum.
Frábærir vísindaskáldsöguþættir á Netflix. Hver þáttur er um klukkutíma langur og allar sögurnar eru spunnar út frá áhrifum samfélags- og netmiðla á hegðun okkar og samskipti.
Magnaðir þættir.
Blandaðu rifnum eplum eða eplamauki, smá hnetusmjöri og kanil út í hafragrautinn og þú borðar eplaköku í morgunmat.
Algjört sælgæti.
Helstu eiginleikar þess að nota vatnsbrúsa úr gleri er sá að gler er náttúruleg afurð og gefur ekki frá sér óbragð sem smitast út í innihaldið. Vatnsbrúsana frá LifeFactory má setja í uppþvottavél og þeir halda vökvanum jafn vel og peli.
Fást hjá Muffintopkiller.is og kosta rúmar 5000 kr.