fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Berskjölduð og býður lesendum inn á klósett

Myndlistarkonan Katrín Inga leggur áherslu á hvíld og virkjun sköpunarkraftsins í stofunni

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Sérfræðingurinn segir að það sé ráðlegt að gera þetta í hvert sinn sem kúkað er, þó ekki að nota fótanuddstækið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir myndlistarkona býr í skemmtilega skrautlegu einbýlishúsi í Vesturbænum í Reykjavík. Henni finnst lykilatriði að hafa helst bæði trommusett og píanó í stofunni enda einarður talsmaður þess að bæði heimilisfólk og gestir fái óhindraða útrás fyrir sköpunarkraftinn.

Íbúar: Hjördís Inga Jónsdóttir myndlistarkona, 35 ára, Þorgils Uxi, 9 ára, og Þorgnýr Tjaldur, 8 ára. Kötturinn Atun og hundurinn Skytta.
Staðsetning: Vesturbærinn í Reykjavík.

Stærð: 116 fermetrar.

„Mér finnst skipta mestu máli að öllum líði vel og að það sé góð orka inni á heimilinu. Sambland af frelsi og virðingu. Heimili mitt er líka vinnustaðurinn minn og þannig sameinast lífið og listin í rýminu stofa og eldhús sem verður líka að vinnustofu. Strákunum mínum er til dæmis velkomið að nota allt sem þeir finna í sína eigin tilraunastarfsemi en um leið þekkja þeir muninn á dýrum listaverkum og efnivið í sköpun, sem segir mér að það er skipulag í þessari óreiðu.“

Ertu dugleg að taka til?

„Já og nei. Ég er eiginlega meiri vinnufíkill en húsmóðir. Ég geri samt sem áður alveg bæði í einu, sem sagt vinn og geng frá, en oft leyfi ég mér ekki að vaska upp fyrr en ég er búin að skrifa eitthvað ákveðið mörg „email“ eða ljúka öðrum verkum. Sumir taka alltaf fyrst til og fara svo að læra eða vinna en mér finnst best að vaska upp eftir matinn þegar ég er búin með vinnuna mína þann daginn.“

Finnst þér gott að vinna heima hjá þér?

„Já, núna finnst mér það. Ég hef ferðast mikið undanfarið og þá er gott að vera heima að vinna. Það er líka hagstætt, bæði tímalega og rýmislega séð. Maður slær tvær flugur í einu höggi. Getur unnið hvenær sem er. Borgar eina leigu og nær að nýta hana í hvoru tveggja. Þetta er fín lausn á þessu tímabili í lífi mínu.“

Inni í miðri stofunni stendur fínasta trommusett sem Katrín gaf eldri syni sínum í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Sjálf kann hún að spila einn takt en stefnir á að læra aðeins fleiri. „Það kemur sér reyndar mjög vel fyrir bæði börn og fullorðna að hafa svona útrásartæki í stofunni. Það fer mjög vel saman að hafa svona trommur í stofurýminu. Píanó og trommusett ættu að vera í öllum stofum.“
Katrín á trommunum Inni í miðri stofunni stendur fínasta trommusett sem Katrín gaf eldri syni sínum í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Sjálf kann hún að spila einn takt en stefnir á að læra aðeins fleiri. „Það kemur sér reyndar mjög vel fyrir bæði börn og fullorðna að hafa svona útrásartæki í stofunni. Það fer mjög vel saman að hafa svona trommur í stofurýminu. Píanó og trommusett ættu að vera í öllum stofum.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
„Þetta er dæmigert svæði listamannsins þar sem hann er með bedda og leslampa til að hugleiða næsta listaverk. Þetta er sófi heimilisins en líka beddi listamannsinhs og íverustaður barnanna. Þarna sitja stundum fjórir guttar að spila í Playstation og stundum liggja þarna svakalegir listamenn að pæla eða amma eða mamma að ræða fjölskyldumál.“
Stofa og lesherbergi „Þetta er dæmigert svæði listamannsins þar sem hann er með bedda og leslampa til að hugleiða næsta listaverk. Þetta er sófi heimilisins en líka beddi listamannsinhs og íverustaður barnanna. Þarna sitja stundum fjórir guttar að spila í Playstation og stundum liggja þarna svakalegir listamenn að pæla eða amma eða mamma að ræða fjölskyldumál.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
„Gullgripurinn er verk eftir sjálfa mig frá því ég var í BA-námi í Listaháskólanum. Síðar meir varð þetta lykilverk á einkasýningu minni í Nýlistasafninu en þar gerði ég marga svona gripi og verðlaunaði bæði lista- og fræðimenn sem hafa frætt mig með þekkingu sinni og kunnáttu í gegnum tíðina.“
Eldhúskrókur og eldhúsborð „Gullgripurinn er verk eftir sjálfa mig frá því ég var í BA-námi í Listaháskólanum. Síðar meir varð þetta lykilverk á einkasýningu minni í Nýlistasafninu en þar gerði ég marga svona gripi og verðlaunaði bæði lista- og fræðimenn sem hafa frætt mig með þekkingu sinni og kunnáttu í gegnum tíðina.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
„Þetta er einhvers konar listaverkahilla sem Eva Ísleifs smíðaði þegar hún var að læra húsgagnasmíði á sínum yngri árum. Ég eignaðist hana þegar það átti að henda henni fyrir nokkrum árum en ég hef grætt mikið á ruslaferðum þessarar vinkonu minnar og kollega í gegnum tíðina. Karlstyttan er eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur en silfurboxið við hliðina á henni er eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Hægra megin við grísku styttuna er svo vígt vatn eftir Loga Bjarnason sem ég hef enn ekki tímt að nota í neitt.“
Svarta eldhúshillan „Þetta er einhvers konar listaverkahilla sem Eva Ísleifs smíðaði þegar hún var að læra húsgagnasmíði á sínum yngri árum. Ég eignaðist hana þegar það átti að henda henni fyrir nokkrum árum en ég hef grætt mikið á ruslaferðum þessarar vinkonu minnar og kollega í gegnum tíðina. Karlstyttan er eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur en silfurboxið við hliðina á henni er eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Hægra megin við grísku styttuna er svo vígt vatn eftir Loga Bjarnason sem ég hef enn ekki tímt að nota í neitt.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Katrín segir þennan vegg í ganginum nýtast afburða vel undir hvers konar myndlist. Sjálf heldur hún þarna á verki eftir sjálfa sig sem hún gerði árið 2015 en myndin er til sölu í Gallerí Ekkisens við Bergstaðastræti.
Myndir uppi um alla veggi Katrín segir þennan vegg í ganginum nýtast afburða vel undir hvers konar myndlist. Sjálf heldur hún þarna á verki eftir sjálfa sig sem hún gerði árið 2015 en myndin er til sölu í Gallerí Ekkisens við Bergstaðastræti.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
„Margir líta á listamenn sem algjöra letingja en það er auðvitað ekki þannig. Staðreyndin er nú samt sú að bestu hugmyndirnar verða oftast til uppi í rúmi, eða þar sem maður er í hvíld. Hvíldin er bæði góð og nauðsynleg og eitt af því góða við að vinna heima er að maður getur líka lagt sig. Allir vinnustaðir ættu að bjóða upp á hvíldarherbergi.“
Kósí með kóngulóarmanninum „Margir líta á listamenn sem algjöra letingja en það er auðvitað ekki þannig. Staðreyndin er nú samt sú að bestu hugmyndirnar verða oftast til uppi í rúmi, eða þar sem maður er í hvíld. Hvíldin er bæði góð og nauðsynleg og eitt af því góða við að vinna heima er að maður getur líka lagt sig. Allir vinnustaðir ættu að bjóða upp á hvíldarherbergi.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
„Hér er sönnun þess að ég ligg ekki bara uppi í rúmi eða sit á klósettinu allan daginn. Þarna birtist afrakstur hvíldarinnar.“
Nýtt verk í vinnslu „Hér er sönnun þess að ég ligg ekki bara uppi í rúmi eða sit á klósettinu allan daginn. Þarna birtist afrakstur hvíldarinnar.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
„Þetta skilti er auglýsing frá myndlistarkvöldi sem við Eva Ísleifs héldum hér heima. Við héldum gjörningakvöld þar sem við buðum listamönnum að fremja gjörning í stofunni. Þetta snerist um að bjóða fólki heim að sjá listaverk. Okkur fannst það eitthvað spennandi. Það myndar öðruvísi tengsl.“
Kvöld hinna glötuðu verka „Þetta skilti er auglýsing frá myndlistarkvöldi sem við Eva Ísleifs héldum hér heima. Við héldum gjörningakvöld þar sem við buðum listamönnum að fremja gjörning í stofunni. Þetta snerist um að bjóða fólki heim að sjá listaverk. Okkur fannst það eitthvað spennandi. Það myndar öðruvísi tengsl.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“