fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Kynning

Býr til sinn eigin ís

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. janúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við gerum ísinn sjálfir, bæði í Ögurhvarfi og á Selfossi, og það er enginn með þennan ís nema við. Við erum með alvöru rjómaís, mjög góðan, og síðan erum við með þennan gamla, kalda ís, sem er vatnskenndur, en hann er mjög vinsæll hjá unga fólkinu,“ segir Jón Magnússon, eigandi Skalla í Ögurhvarfi.

Ísinn hefur ávallt verið aðalsmerki Skalla og stendur alltaf fyrir sínu og nýtur alltaf jafnmikilla vinsælda. „Ef það bara rétt glittir í sólina þá bókstaflega fyllist allt hérna, sólin fyllir alla lífsgleði og allir vilja fá sér ís,“ segir Atli Jónsson, sonur Jóns Magnússonar. Þeir feðgar reka Skalla í Ögurhvarfi. Skalli er líka á Selfossi, þar eru aðrir eigendur en náið samstarf er á milli staðanna og á Selfossi er sami góði Skallaísinn einnig búinn til frá grunni á staðnum.
Skalli er líka vinsæll vegna mikils úrvals góðra skyndirétta og er í senn veitingastaður og ísbúð. Íssalan tekur mikinn kipp á sumrin, ekki síst ef sést til sólar, eins og fyrr segir. Girnilegur, fjölbreyttur og ferskur nammibar spillir þar ekki fyrir.

Mynd: © 365 ehf / Stefán Karlsson

Skalli á sér langa sögu og hóf starfsemi sem sjoppa og ísbúð í Lækjargötu árið 1973. Það voru í raun nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík sem gáfu staðnum nafn:

„Í Lækjargötu var sjoppa áður en Skalli var opnaður en hana rak sköllóttur maður. Menntaskólakrakkarnir töluðu um að kíkja á skalla þegar þeir fóru í þá sjoppu og þar með varð nafnið til,“ segir Atli.

Eins og mörg góð fyrirtæki hvílir Skalli á gömlum grunni en þróast jafnframt í takt við tímann og er sívinsæll. Sem fyrr segir er Skalli á tveimur stöðum, í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi og á Austurvegi 46 á Selfossi.

Mynd:

Á báðum stöðunum er ísinn aðalsmerkið en fjölbreytt úrval góðra skyndibita nýtur einnig mikilla vinsælda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr