fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Epalhommi – eða bara hommi?

Orðabanki Birtu

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 14. janúar 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið Epalhommi var valið orð ársins 2017 af RÚV, Árnastofnun og félagi íslenskunema í háskólanum. Eins og flestir vita er orðið samansett úr orðinu Epal, sem er sérverslun með hönnunarvörur, og orðinu hommi, sem er það orð sem við nútímafólk notum yfir samkynhneigða karlmenn í dag.

Hommar hafa ekki alltaf átt sjö dagana sæla hér á landi. Fram undir lok síðustu aldar voru hin ýmsu uppnefni höfð um samkynhneigða karla, flest niðrandi og mörg í kynferðislegum tón. Orðið hommi er hins vegar laust við slíkar tengingar þar sem það er stytting og einföldun á alþjóðlega orðinu „homosexual“. Homo er myndað af gríska orðinu „homós“ sem þýðir sami eða sjálfur og latneska orðinu „sexus“ sem notað er um kynferði. Með öðrum orðum sam-kyn-hneigð.

Kynvillingur var algengt orð hér áður fyrr og samkynhneigðir sjaldan kallaðir annað. Á árabilinu 1980–1989 kemur orðið 120 upp í leit, 83 sinnum frá 1970–1979 og 22 frá 1950–1959 en aðeins sex sinnum frá 2010– 2018. Þá er gaman að geta þess að orðið trúvillingur kom upp 29 sinnum frá 1960–1969 en aðeins tvisvar sinnum frá 2010–2018.

Samheiti

HOMMI
attaníoss, kynvillingur, samkynhneigður maður, öfuguggi, samkynhneigður, argur, hinsegin, hinum megin við stakketið, hómósexúal, hýr, kynhverfur, kynvilltur, sódómískur, öfugur.

Vefarinn mikli fá Kasmír – 54. kafli

Salvatore hafði numið sér land í öryggi og hneigði sig kurteislega fyrir ríngulreið hégómans, í svartliðaskyrtu, með eingleri. Hann lagði stund á íkónógrafíu. Slíkt gerir einginn nema hann kunni alla veröldina utanbókar. Bambara Salvatore hafði dvalist í Róm meðal preláta, í Monte Cassino meðal kanúka, á Bretlandi meðal lávarða, í París meðal listamanna, í Berlín meðal kynvillínga, í New York meðal auðmærínga, í Kaliforníu meðal kvikmyndaleikara, í Indíá meðal jógína, í Moskvu meðal taflmanna. Meðan evrópumenn drógu um barkann hver á öðrum fyrir frelsið og föðurlandið dvaldist Bambara Salvatore til skiftis í Austurlöndum og Vesturheimi og dró dár að þessum apaköttum.

Verk Halldórs Laxness (Snara.is)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“