fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Ljósmyndasýning í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 12. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn þann 12. janúar, kl. 17.00 opna útskriftarnemendur Ljósmyndaskólans sýningu í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi.

Að þessu sinni útskrifast sjö nemendur: Berglaug Petra Garðarsdóttir, Díana Júlíusdóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Pamela Perez, Sara Björk Þorsteinsdóttir, Sólveig M. Jónsdóttir og Therese Precht Vadum.

Verkefni útskriftarnemenenda eru fjölbreytt og viðfangsefnin af ýmsum toga. Meðal annars er þar fjallað um röskun líkamsímyndar, skynjun og fordóma, aðgreiningu hins karlmannlega og kvenlega og sjónum er beint að hinu smáa í nærumhverfinu. Einnig er hlutgerving kvenna í myndmáli rannsökuð og áhrif samfélagsmiðla á líf samtímamanneskjunnar skoðuð.

Meðal verkanna er líka skrásetning á lífi fjölskyldu sem hefur sumardvöl á Galtarvita sem og lífinu í Þórkötlustaðarhverfinu … en sjón er sögu ríkari.

OPNUNARTÍMI

Opnunardaginn þann 12. janúar er opið til kl. 19.00
Laugardaga og sunnudaga kl. 12.00–18.00
Fimmtudaga og föstudaga kl. 15.00–19.00

Sýningin stendur til sunnudagsins 4. febrúar og verður hluti af Safnanótt sem haldin er á Vetrarhátíð. Á Safnanótt 2. febrúar, verður opið frá 19.00–23.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“