fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Uppskrift: Jörgensen steikarsamloka

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 27. janúar 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Sveinn Guðmundsson hefur starfað sem matreiðslumaður í tæp fjörtíu ár og þekkir veitingabransann út og inn. Hann tók við pottum og pönnum á Jörgensen Kitchen & Bar fyrir nokkrum mánuðum og hefur á síðustu vikum rifið upp stemminguna í hádeginu enda hefur svæðið í kringum Hlemm tekið stakkaskiptum síðustu misserin og er í raun orðið eins og nýr miðbær þar sem allt iðar af lífi.

Tveir fyrir einn í hádeginu allan febrúar

Frá því Jörgensen Kitchen & Bar var opnaður á Center Hótelinu Miðgarði hefur staðurinn verið mjög vinsæll á kvöldin en færri vita að þar er líka hægt að fá frábæran hádegismat á góðu verði. Fyrir utan þessa steikarsamloku Jörgensen, sem Ólafur gefur lesendum uppskriftina að, er hægt að panta bæði ljúffenga fiskrétti og salöt og enginn þarf að bíða lengi eftir því að maturinn komi á borðið.

„Við reynum að bjóða upp á léttan og ódýran hádegisverð en hafa þetta samt sem áður vel úti látið svo að fólk fái örugglega nóg fyrir peningana sína,“ útskýrir Ólafur sem býður til dæmis upp á girnilega rauðsprettu, plokkfisk og ljúffengan þorskrétt á pönnu ásamt salati og fleira góðgæti.

„Fólk er vanalega á hraðferð í hádeginu og til að geta boðið ferskan mat á góðu verði, sem er samt fljótlegt að útbúa, ákváðum við að leggja sérstaka áherslu á þessar fiskipönnur og steikarsamlokuna góðu,“ segir hann og bætir við að út febrúar séu allir hádegisréttir á sérstöku tveir fyrir einn tilboði.

Hvað helgarmatinn varðar segir hann uppskriftina að steikarsamlokunni bæði einfalda og góða og bendir á að í hana megi nota bæði kjúkling, nautakjöt, grísakjöt, lamb eða hvaða kjöt sem fólk á til í ísskápnum hjá sér.

„Hér skiptir aðalmáli að nota gott og nýbakað brauð og brakandi ferskt salat enda eru brauðið og salatið grundvallaratriði þegar gera á góða samloku,“ segir þessi reyndi matreiðslumeistari að lokum.

UPPSKRIFT: Jörgensen steikarsamloka

INNIHALD

Gott steikarálegg
Nýtt brauð (helst súrdeigsbrauð)
Ferskt salat
Köld sósa (bragð eftir smekk)
Laukur (skrældur og sneiddur)
Kartöflur (soðnar eða franskar)

AÐFERÐ

Hitið ofnininn í 160–180°C og setjið inn franskar eða aðrar kartöflur sem ykkur finnst góðar með samlokunni.
Skrælið laukinn og skerið í sneiðar. Brúnið steikina á sæmilega heitri pönnu. Kryddið kjötið með salti og pipar eða öðru eftir smekk. Lækkið hitan þegar kjötið hefur náð góðum lit og takið af pönnunni.

Brúnið laukinn á pönnunni.

Á meðan kjötið er í ofninum er salatið skolað og þerrað.
Skerið einnig rauðlauk og tómat í sneiðar. Gott er að rífa niður smá gulrót saman við. Þetta þarf ekki að vera mikið eða flókið salat.

Sæmilega stór súrdeigsbrauðsneið er nú ristuð eða steikt á pönnu þar til sneiðin verður temmilega heit í gegn og stökk.

Smyrjið svo kaldri sósunni á brauðsneiðina, setjið vel af salati ofan á brauðið, skerðið steikina í þunnar sneiðar og leggið ofan á salatið. Því næst kemur laukurinn þar ofan á.

Borið fram með kaldri sósu og súrum agúrkum.

Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því

Bandarísk klámstjarna leigði fræga búbbluhótelið á Íslandi en sá rækilega eftir því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“

Ólafur Ingi bað konuna sína um skilning – „Hún sagði nei og vildi skilnað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda