fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Um helgina: Stórtónleikar Rótarý og afhending styrkja

Tvær listakonur fá 800 þúsund hvor á Rótarý tónleikum í Hörpu á sunnudag

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 6. janúar 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórtónleikar Rótarý á Íslandi verða haldnir í Norðurljósasal í Hörpu sunnudaginn 7. janúar
klukkan 17.00, en tónleikar þessir hafa verið árlegur viðburður í tónlistarlífinu í meira en tvo áratugi.

Rótarýhreyfingin veitir árlega styrk til framúrskarandi tónlistafólks sem er við það að ljúka háskólanámi á sínu sviði og er hópurinn sem hlotið hefur styrkinn úr tónlistarsjóði Rótarý afar glæsilegur. Þær Jóna G. Kolbrúnardóttir söngkona og Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari hljóta styrkina í ár, fjárstyrk að upphæð 800.000 króna hvor.

Ólafur Kjartan Sigurðarson nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni og Ólafi Vigni Albertssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama.
Ólafur Kjartan Ólafur Kjartan Sigurðarson nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni og Ólafi Vigni Albertssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama.

Um tónleikana sjá þau Ólafur Kjartan Sigurðarsonar barítónsöngvari og Helga Bryndís Magnúsdóttur píanóleikari sem flytja fjölþætta efnisskrá á forræði Rótarýklúbbs Mosfellsbæjar.

Ólafur Kjartan Sigurðarson nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni og Ólafi Vigni Albertssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama.
Hann var fastráðinn söngvari við Íslensku Óperuna 2001–2004 og meðal hlutverka hans þar eru Scarpia, Macbeth, Papageno, tveir Fígaróar (Rossini og Mozart), Schaunard og Tarquinius. Ólafur Kjartan var fastráðinn við óperuna í Saarbrücken en hefur undanfarin misseri starfað sjálfstætt og syngur víða um heim.

Helga hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Síðar nam hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem einleikari og píanókennari árið 1987.
Helga Bryndís Magnúsdóttir Helga hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Síðar nam hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem einleikari og píanókennari árið 1987.

Helga Bryndís Magnúsdóttir hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Síðar nam hún við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi sem einleikari og píanókennari árið 1987. Aðalkennari hennar þar var Jónas Ingimundarson píanóleikari.

Framhaldsnám stundaði Helga Bryndís hjá Leonid Brumberg í Vínarborg, Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila í Helsinki. Eftir að námi lauk hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi bæði sem einleikari og í kammermúsik ýmiss konar og þá ekki hvað minnst með söngvurum.

Hún starfar nú sem píanóleikari við Listaháskóla Íslands og tónlistarskólana í Reykjanesbæ og Kópavogi. Hún er meðlimur í Caput-hópnum. Skömmu fyrir jól kom út geisladiskur þar sem Helga Bryndís leikur tvö öndvegisverk eftir Schumann.

Hrafnhildur Marta verður erlendis en mun spila síðar fyrir Rótarý félaga
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari Hrafnhildur Marta verður erlendis en mun spila síðar fyrir Rótarý félaga

Styrkþegar hafa jafnan látið í sér heyra við verðlaunaafhendinguna og að þessu sinni mun Jóna syngja fyrir gestina en Hrafnhildur Marta verður erlendis og þarf því að láta í sér heyra síðar.

Hins vegar mætir sérstakur gestur á tónleikana, ung og sérlega efnileg stúlka, Ásta Dóra Finnsdóttir sem stundar nám í píanóleik hjá Kristni Erni Kristinssyni. Hún mun leika unaðsverk eftir Frédéric Chopin á tónleikunum.

Miða á tónleikana má kaupa á vefnum TIX.is eða í Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“