fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Andrea ætlar að vera í stuði með stelpunum á Strandgötunni

Vínsmökkun, veitingar og standandi stuð á Strandgötunni í Hafnarfirði í kvöld

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 22. september 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður: Ætlar að taka þátt í stelpukvöldi á Strandgötunni, smakka kokteila á „happy hour“ og fljúga svo til Spánar á sunnudag.

„Planið er að upplifa mjög skemmtilegt föstudagskvöld með vinkonum á Strandgötunni í Hafnarfirði. Þar ætla nánast öll fyrirtækin að bjóða upp á eitthvað öðruvísi og skemmtilegt. Alls konar afslátt og tilboð. Til dæmis verður „happy hour“ af kokteilum á Von Mathúsi fram á kvöld, Papar verða með tónleika í Bæjarbíói, Rósa Guðbjarts ætlar að kynna Betra líf án plasts, bókina sem hjálpar okkur að nota minna af plasti, Álfagull býður upp á vínsmökkun og svo mætti lengi telja. Það verður meira að segja gert vel við hundana því Litla gæludýrabúðin verður með fría klóaklippingu og helmings afslátt af hundabaði! Við sem erum með verslanir í miðbæ Hafnarfjarðar höfum gert þetta nokkrum sinnum áður og það hefur alltaf tekist mjög vel til enda finnst bæjarbúum einstaklega notalegt að rölta þarna um, skoða fallega gripi, smakka vín og veitingar og ganga svo kannski bara heim. Í búðinni minni ætla Octagon skartgripir að vera með „pop-up“ búð og auðvitað bjóðum við tuttugu prósenta afslátt af öllum Andreu-vörum.
Á laugardaginn mun ég örugglega hvíla mig svolítið eftir föstudagskvöldið en hefst svo handa við að pakka í ferðatösku fyrir Spánarferð á sunnudaginn. Þá finn ég til kímonó, kjóla, sandala, einar stuttbuxur og auðvitað góð sólgleraugu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir