Orðabanki Birtu
Birta veltir fyrir sér íslenskum orðum og merkingu þeirra.
Orð vikunnar er gosi en þetta skemmtilega orð á sér nokkuð margar merkingar sem tengjast ekki sögunni um litla brúðudrenginn sem skrökvaði of mikið.
Gosi, með margs konar forskeytum, er gamalt orð sem gjarna var notað um alvörulausa, léttúðuga og lausláta karlmenn. Til dæmis eru til gleiðgosar, en svo kallast oflátungar og spjátrungar sem setja sjálfa sig á stall og eru montnari en innistæða þykir fyrir, og svo smjergosar, sem eru oftast snoppufríðir og daðurgjarnir karlmenn. Gosi getur líka verið ólátabelgur og fjörkálfur, hálfgerður glanni og spraðabassi.
frama-gosi
gleið-gosi
hlaupa-gosi
kvenna-gosi
lausa-gosi
spila-gosi
veraldar-gosi
ævintýra-gosi
glaum-gosi
GOSI
galgopi, æringi; *spraðabassi
GALGOPI
afsakálfur, angurgapi, fjörkálfur, flaki, galapín, ganti, gáli, glanni, gleiðgosi, glæringi, gosi, grallari, loddari, ólátabelgur, órabelgur, skrípi, spaugari, spéfugl, spilagosi, spjátrungur, sprellikarl, *tuðrutjaldur, æringi
SPRAÐABASSI
spraðabassi, spraðibassi, spraðubassi, spraðurbassi
glaumgosi, gosi, spjátrungur, æringi
ÆRINGI
fjörkálfur, galgopi, gárungi, glanni, glæringi, gosi, skelmir, spilagosi, spraðabassi, sprellikarl, sprellukarl, strákur, ærslabelgur