Jólagjafahugmyndir fyrir stelpur á aldrinum 13–20 ára
Það getur stundum verið vandasamt að finna frábærar jólagjafir fyrir ungar konur. Birta skellti því á sig jólasveinshúfunni, fór á stúfana fyrir lesendur og grennslaðist fyrir um hvaða gjafir væru efst á óskalista yngismeyja landsins fyrir jólin 2017. Hér eru niðurstöðurnar, topp 10 listi, í engri sérstakri röð.
Helsti kosturinn við karókí er að fólk þarf ekkert sérstaklega að kunna að syngja til að njóta þess í botn. Þessi frábæri karókímíkrófónn hentar reyndar gleðipinnum á öllum aldri en mun sannarlega slá í gegn hjá þessum yngri enda hentugri í fjörið en hárbursti. Hægt að tengja þráðlaust við símann og syngja svo fullum hálsi með uppáhaldstónlistinni. Fæst meðal annars í Nova og Elko.
Verð*: 9.900 kr.
Yngismeyjar hafa margar hverjar mjög gaman af förðun. Hjá MAC Cosmetics í Kringlunni og Smáralind er boðið upp á förðunarkennslu sem tekur ýmist 30, 60 eða 90 mínútur. Að kennslunni lokinni geta viðskiptavinir svo leyst út vörur fyrir upphæð gjafabréfsins.
Verð:
Þessi geysivinsælu kerti frá Kaliforníu fást meðal annars í versluninni Maia Reykjavík. Þau fást í ýmsum stærðum.
Verð: 5.490 kr.
Snapparinn Sólrún Diego á heiður skilinn fyrir að hvetja ungmenni landsins áfram í tiltekt og þrifum á heimilinu. Hver átti von á því að kattþrifinn snappari yrði stórstjarna á Íslandi? Þetta er frábært! Fæst meðal annars hjá Heimkaup.
Verð: 5.190 kr.
Ultimate Ears WONDERBOOM er þráðlaus hátalari sem gefur góð hljóðgæði með 360° hljóði. Auðvelt að tengja við snjallsíma með Bluetooth og svo er þessi litli hátalari með innbyggða rafhlöðu sem gefur allt að 10 klukkustunda þráðlausa notkun. Kemur í ótal litum. Fæst meðal annars í Elko.
Verð: 14.990 kr.
Hægt að nota undir penna, förðunarbursta eða bara kakóið. Þessir skemmtilegu risabollar fást hjá Indiska í Kringlunni.
Verð: 2.295 kr.
Ikornness gólfspegillinn fæst hjá Ikea. Aftan á honum eru snagar sem hægt er að hengja bæði skartgripi eða fatnað á. Mjög hentugt fyrir ungar pjattrófur.
Verð: 14.950 kr.
Bráðnandi bollinn frá Studio Arhoj fæst meðal annars í pastelbleikum, gráum og hvítum lit. Hentar bæði sem skraut og drykkjarkrús. Fæst í versluninni Hrím.
Verð: 3.490 kr.
Hvað er meira kósí en að stinga einum makkíntossmola í munninn og táslunum ofan í notalega inniskó þegar búið er að taka upp pakkana? Þessir sætu, dúnmjúku inniskór fást hjá Next en þar er hægt að fá alls konar liti og tegundir.
Verð frá: 2.790 kr.
Þessi geysivinsæli og girnilega útlítandi andlitsmaski á að minnka húðholur og virka vel gegn bóluvanda, sem og inngrónum hárum. Að sögn framleiðanda er hann jafnframt hreinsandi fyrir húðina og nærir hana vel.
Fæst meðal annars hjá Beautybox.is og í helstu snyrtivöruverslunum.
Verð: 7.390 kr.