Nudd og vellíðan, Hlíðasmára 2, Kópavogi
Nudd er afskaplega kærleiksrík og heilsusamleg gjöf, til dæmis jólagjöf, en núna eru í boði hagstæð gjafabréf hjá nuddstofunni Nudd og vellíðan. Gjafabréfin er hægt að panta á vefsíðu nuddstofunnar, nuddogvellidan.is/kaupa-gjafabref, og eru þau yfirleitt tilbúin til afgreiðslu samdægurs.
Nudd er áhrifarík leið til að draga úr streitu, spennu og verkjum í vöðvum og beinum. Nudd dregur jafnframt úr andlegri streitu og kvíða og vinnur gegn þunglyndi. Nudd og vellíðan býður upp á nokkrar tegundir af hágæðanuddi á sanngjörnu veðri.
Slökunarnudd er meðal þess sem í boði er, en það er endurnærandi og slakandi nudd sem mýkir vöðva og dregur úr spennu í líkamanum. Í partanuddi er lögð áhersla á ákveðin svæði og líkamshluta eftir þörfum hvers og eins. Íþróttanudd miðar að því að auka blóðflæði og flýta endurbata eftir erfið líkamleg átök.
Í steinanuddi eru sérstakir steinar notaðir til að hitta á lykilpunkta á líkamanum til að slaka á vöðvum og auka blóðflæði. Sérstakri nuddtækni er beitt samhliða þessu. Steinanudd er gott fyrir þá sem vilja fá djúpa vöðvaslökun án þess að föstum strokum sé beitt.
Í svæðanuddi er fótanudd þar sem punktar sem hafa áhrif á ákveðin svæði á líkamanum eru örvaðir til að ná fram slökun og vellíðan.
Nudd og vellíðan er til til húsa að Hlíðasmára 2, Kópavogi. Nánari upplýsingar, tímabókanir og gjafakort eru á vefsíðunni nuddogvellidan.is. Einnig er hægt að panta með tölvupósti á netfanginu nudd@nuddogvellidan.is og fá nánari upplýsingar í síma 788-0070.