fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Kynning

Fiskfélagið: Heimsreisur við matarborðið

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. desember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færist í vöxt að fólk gefi hvort öðru heillandi upplifun í jólagjöf og víst er að gjafabréf á Fiskfélagið er gjöf sem nærir bæði líkamann og andann. Fiskfélagið var opnað í gamla kjallaranum í hinu sögulega Zimsenhúsi árið 2008 og hefur frá upphafi skapað sér þann sess að vera einstaklega spennandi veitingahús. Það var Lárus Gunnar Jónasson, eigandi og meistarakokkur, í félagi við teymi hans af orkumiklum og hressum kokkum, sem hleypti nýju lífi í húsið með undraverkum í matargerð.

Spennandi matargerð Fiskfélagsins endurspeglast í matreiðslubókinni Ferðalag um Fiskfélagið sem gefin var út fyrir nokkrum misserum. Kokkar Fiskfélagsins, undir handleiðslu Ara Þórs Gunnarssonar yfirmatreiðslumanns, bjóða gestum sínum daglega í ferðir kringum Ísland og heimsreisur um veröld víða – án þess að þeir þurfi að fara frá borðinu. Allt starfsfólk staðarins leggur sig fram við að gera máltíð á Fiskfélaginu að eftirminnilegri upplifun.

Gjafabréf og spennandi jólatilboð

Núna er í boði spennandi tilboð þar sem innifalið er matseðill í heimsreisu fyrir tvo og bókin Ferðalag um Fiskfélagið fylgir með. Þessi pakki kostar vanalega 29.800 krónur en fæst núna á 23.000. Hér er komin frábær hugmynd að jólagjöf. 15% afsláttur er af gjafabréfum hjá Fiskfélaginu fyrir jól.

Réttirnir hjá Fiskfélaginu eru gerðir með norrænum „fusion“-blæ en byggðir á grunni hefðbundinna íslenskra rétta. En kokkarnir hjá Fiskfélaginu eru líka þekktir fyrir að senda bragðlauka matargesta út um allan heim enda einkennist matreiðslan af fjölbreytni og tilraunamennsku.

Í hádeginu eru bæði þriggja og fjögurra rétta matseðlar í boði á Fiskfélaginu auk þess sem þá er hægt að gæða sér á nokkrum réttum sem eru annars ekki í boði á kvöldin og eru á sanngjörnu verði, þar á meðal má nefna franska sushi-ið og humarsalatið.

Saltfiskurinn er á meðal vinsælustu rétta staðarins ásamt humarforréttinum. Klassískir réttir sem hafa verið óbreyttir frá opnun Fiskfélagsins eru svínasíða í forrétt, bleikja í aðalrétt og tiramisú í eftirrétt. Fiskisúpan hjá Fiskfélaginu þykir líka vera ógleymanleg.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni fiskfelagid.is og á Facebook-síðunni Fiskfélagið Veitingahús. Gjafabréf er hægt að kaupa á staðnum, Vesturgötu 2a, Grófartorgi. Einnig er hægt að hringja í síma 552-5300 fyrir frekari upplýsingar um gjafabréf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“