Það færist í vöxt að fólk gefi hvort öðru heillandi upplifun í jólagjöf og víst er að gjafabréf á Fiskfélagið er gjöf sem nærir bæði líkamann og andann. Fiskfélagið var opnað í gamla kjallaranum í hinu sögulega Zimsenhúsi árið 2008 og hefur frá upphafi skapað sér þann sess að vera einstaklega spennandi veitingahús. Það var Lárus Gunnar Jónasson, eigandi og meistarakokkur, í félagi við teymi hans af orkumiklum og hressum kokkum, sem hleypti nýju lífi í húsið með undraverkum í matargerð.
Spennandi matargerð Fiskfélagsins endurspeglast í matreiðslubókinni Ferðalag um Fiskfélagið sem gefin var út fyrir nokkrum misserum. Kokkar Fiskfélagsins, undir handleiðslu Ara Þórs Gunnarssonar yfirmatreiðslumanns, bjóða gestum sínum daglega í ferðir kringum Ísland og heimsreisur um veröld víða – án þess að þeir þurfi að fara frá borðinu. Allt starfsfólk staðarins leggur sig fram við að gera máltíð á Fiskfélaginu að eftirminnilegri upplifun.
Núna er í boði spennandi tilboð þar sem innifalið er matseðill í heimsreisu fyrir tvo og bókin Ferðalag um Fiskfélagið fylgir með. Þessi pakki kostar vanalega 29.800 krónur en fæst núna á 23.000. Hér er komin frábær hugmynd að jólagjöf. 15% afsláttur er af gjafabréfum hjá Fiskfélaginu fyrir jól.
Réttirnir hjá Fiskfélaginu eru gerðir með norrænum „fusion“-blæ en byggðir á grunni hefðbundinna íslenskra rétta. En kokkarnir hjá Fiskfélaginu eru líka þekktir fyrir að senda bragðlauka matargesta út um allan heim enda einkennist matreiðslan af fjölbreytni og tilraunamennsku.
Í hádeginu eru bæði þriggja og fjögurra rétta matseðlar í boði á Fiskfélaginu auk þess sem þá er hægt að gæða sér á nokkrum réttum sem eru annars ekki í boði á kvöldin og eru á sanngjörnu verði, þar á meðal má nefna franska sushi-ið og humarsalatið.
Saltfiskurinn er á meðal vinsælustu rétta staðarins ásamt humarforréttinum. Klassískir réttir sem hafa verið óbreyttir frá opnun Fiskfélagsins eru svínasíða í forrétt, bleikja í aðalrétt og tiramisú í eftirrétt. Fiskisúpan hjá Fiskfélaginu þykir líka vera ógleymanleg.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni fiskfelagid.is og á Facebook-síðunni Fiskfélagið Veitingahús. Gjafabréf er hægt að kaupa á staðnum, Vesturgötu 2a, Grófartorgi. Einnig er hægt að hringja í síma 552-5300 fyrir frekari upplýsingar um gjafabréf.