fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Sigga og Kalli vilja heldur hafa það kósý

Tónlistarparið hefur komið sér notalega fyrir í Mávahlíðinni

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 3. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Kalli erum búin að vera í fjögur ár í sambúð. Við höfðum reyndar bæði búið erlendis áður en við rugluðum saman reitum svo það var ekkert mikið vesen með húsgögnin eins og oft vill verða þegar fólk byrjar að búa saman á fullorðinsárum,“ segir Sigga Eyrún söng – og leikkona sem kynntist sambýlismanni sínum, Karli Olgeirssyni, í gegnum tónlistina fyrir rúmlega fjórum árum.

„Við fluttum hingað í Mávahlíðina fyrir um það bil tveimur árum og kunnum mjög vel við okkur í þessu hverfi. Kalli ólst upp í hérna en sjálf hef ég búið hér meira eða minna öll mín fullorðinsár, það er að segja þegar ég hef ekki búið í öðrum löndum.“

Hvernig kom það til að þið fóruð að búa saman?

„Hann var píanóleikari í tónleikaröð sem ég og nokkrir listamenn stóðum að saman. Tónleikana kölluðum við Ef lífið væri söngleikur og við fluttum þá bæði í Salnum í Kópavogi og fórum á tónleikaferð um landið. Svo var þetta svona eins og gengur, eitt leiddi af öðru og eftir hálft ár vorum við byrjuð að búa saman,“ segir Sigga.

Spurð að því hvað henni þyki skipta miklu máli á heimilinu segir hún að kósýheit séu ofarlega á blaði.

„Ég vil til dæmis hafa huggulegt og notalegt í kringum mig og drasl truflar mig til dæmis ekki svo mikið ef umhverfið er kósý. Ef dóttir mín hefur til dæmis skilið eftir dót á stofugólfinu þá finnst mér það kannski bara kósý þó sumir myndu kannski upplifa það sem drasl. Ég er semsagt mikið fyrir þetta sem danir kalla hygge en þar bjó ég jú sem barn. Svo hef ég líka búið í Toronto í Kanada og þar er einnig mikið lagt upp úr notalegheitum enda kalt land eins og Ísland. Hér á norðurslóðum erum við meira fyrir kertaljós, viðarhúsgögn, teppi og stóra notalega sófa enda á það vel við þegar kaldir vindar blása úti meira eða minna allt árið.“

Talandi um kalda vinda. Sambýlingarnir Sigga Eyrún og Kalli stefna á að halda notalega jólatónleika í Iðnó þann 17. Desember og aftur þann 20. í Seljakirkju. „Við ætlum að spila gömul og ný jólalög, bæði á ensku og íslensku. Kalla fram lágstemmdan og notalegan jólaanda sem ætti að koma öllum, bæði ungum og öldnum í jólagírinn,“ segir Sigga Eyrún að lokum.

Lítum inn…

„Myndin fyrir ofan sófann var tekin fyrir plötuumslag sem Karl gerði með djasstríóinu Hot Eskimos. Platan heitir Songs from the top of the world og kindurnar gefa góða stemningu til kynna. Halda fjöri í stofunni.“
Svífandi kindur í réttum „Myndin fyrir ofan sófann var tekin fyrir plötuumslag sem Karl gerði með djasstríóinu Hot Eskimos. Platan heitir Songs from the top of the world og kindurnar gefa góða stemningu til kynna. Halda fjöri í stofunni.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta píanó fengum við gefins frá tónlistarskólanum Tónkvísl í Hafnarfirði þegar Kalla vantaði píanó fyrir Eurovision atriði. Starfsmenn leikmunadeildar ríkssjónvarpsins tóku að sér að pússa það upp og mála til að búa til gamaldags útlit. Svo fengum við að halda þessu."
Ekki eins gamalt og það lítur út fyrir að vera „Þetta píanó fengum við gefins frá tónlistarskólanum Tónkvísl í Hafnarfirði þegar Kalla vantaði píanó fyrir Eurovision atriði. Starfsmenn leikmunadeildar ríkssjónvarpsins tóku að sér að pússa það upp og mála til að búa til gamaldags útlit. Svo fengum við að halda þessu."

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hér má sjá nýútkomna plötu með Karli Orgeltríó og Ragga Bjarna þar sem þeir flytja frumsamin lög og ábreiður af nýlegum popplögum, til dæmis með Pink, Björk, GusGus og fleiri skemmtilegum listamönnum.. „Þessi er alveg tilvalin í jólapakkann. Fæst bæði sem geisladiskur og vínylplata," segir Sigga hvetjandi.
Raggi Bjarna Hér má sjá nýútkomna plötu með Karli Orgeltríó og Ragga Bjarna þar sem þeir flytja frumsamin lög og ábreiður af nýlegum popplögum, til dæmis með Pink, Björk, GusGus og fleiri skemmtilegum listamönnum.. „Þessi er alveg tilvalin í jólapakkann. Fæst bæði sem geisladiskur og vínylplata," segir Sigga hvetjandi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Stóllinn kemur frá foreldrum hans Kalla sem voru að uppfæra húsgögnin hjá sér. Við tókum það sem okkur fannst að ætti ekki að fara í Góða Hirðinn. Sjónvarpsskenkurinn er úr Stockholm línunni frá IKEA og Hanza hilluna keyptum við á sölusíðu á Facebook. Ég er mjög dugleg að hanga inni á svoleiðis síðum."
Hugguleg settering „Stóllinn kemur frá foreldrum hans Kalla sem voru að uppfæra húsgögnin hjá sér. Við tókum það sem okkur fannst að ætti ekki að fara í Góða Hirðinn. Sjónvarpsskenkurinn er úr Stockholm línunni frá IKEA og Hanza hilluna keyptum við á sölusíðu á Facebook. Ég er mjög dugleg að hanga inni á svoleiðis síðum."

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þegar ég fer í Disney búðir þá kaupi ég stundum persónur sem ég hef talað fyrir inn á teiknimyndir. Svo er eitthvað fleira skemmtilegt dót sem við höfum sankað að okkur. Ætli þetta sé ekki minningahilla."
Glaðleg minjagripahilla „Þegar ég fer í Disney búðir þá kaupi ég stundum persónur sem ég hef talað fyrir inn á teiknimyndir. Svo er eitthvað fleira skemmtilegt dót sem við höfum sankað að okkur. Ætli þetta sé ekki minningahilla."

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Borðið var brúðkaupsgjöf til langömmu og langafa hans Kalla. Bekkurinn á bak við er gamall leikhúsbekkur frá Skotlandi sem sambýlismaður minn keypti á antikmarkaði í Reykjavík. Svo eru þarna allskonar fjölskyldumyndir á veggnum, flestar af mér sjálfri sem er hálf vandræðalegt. Dóttir mín benti mér á þetta og síðan erum við búin að fjárfesta í ljósmyndaprentara enda ótækt að einn fjölskyldumeðlimur yfirtaki nánast allann vegginn."
Gamalt og gott „Borðið var brúðkaupsgjöf til langömmu og langafa hans Kalla. Bekkurinn á bak við er gamall leikhúsbekkur frá Skotlandi sem sambýlismaður minn keypti á antikmarkaði í Reykjavík. Svo eru þarna allskonar fjölskyldumyndir á veggnum, flestar af mér sjálfri sem er hálf vandræðalegt. Dóttir mín benti mér á þetta og síðan erum við búin að fjárfesta í ljósmyndaprentara enda ótækt að einn fjölskyldumeðlimur yfirtaki nánast allann vegginn."

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Strengjabrúðuna Gosa keypti Sigga í Kolaportinu en babúskurnar koma úr hipsterabúðinni Urban Outfitters.
Gosi og babúskurnar Strengjabrúðuna Gosa keypti Sigga í Kolaportinu en babúskurnar koma úr hipsterabúðinni Urban Outfitters.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

76 prósent líkur á því að Liverpool verði enskur meistari

76 prósent líkur á því að Liverpool verði enskur meistari
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag

Mamman í sjokki eftir heimsókn lögreglu – 10 ára sonurinn labbaði einn út í búð um hábjartan dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda

Chelsea og Arsenal berjast um framherjann sem kostar yfir 100 milljónir punda
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nistelrooy gæti landað starf á næstu dögum – Áhugaverð lið með hann á blaði

Nistelrooy gæti landað starf á næstu dögum – Áhugaverð lið með hann á blaði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –

Lögreglumenn ráku upp stór augu á Sæbraut og fengu skýringar á fyrirbærinu frá Stjörnu-Sævari –
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins