„Kryddbrauðið er bæjarréttur Mosfellinga. Pizzabær byrjaði með hann fyrir löngu og svo fengum við uppskriftina þegar Pizzabær hætti. Það er vissulega komið eitthvað sem heitir kryddbrauð á öðrum stöðum en ekkert jafnast á við þetta upprunalega kryddbrauð og ekkert líkist því,“ segir Hákon Örn Bergmann, eigandi Hvíta riddarans, stærsta veitingastaðar í Mosfellsbæ, sem einnig telst klárlega vera eitt af helstu táknum bæjarins.
„Kryddbrauðið er hægt að fá 12 tommu eða 16 tommu. Innihaldið er pizzadeig, olía, kryddbomba og pizzasósa. Þeir sem eru lengra komnir fá sér eitthvað meira á þetta en margir fá sér kryddbrauðið sem heila máltíð en ekki bara sem meðlæti.“
Pizzur skipa veglegan sess á matseðli Hvíta riddarans og áherslan er á gæði umfram allt: „Við erum ekki skyndibitastaður heldur veitingastaður, þannig að pizzurnar hér eru steinbakaðar en ekki færibandaframleiðsla. Hráefnið er gott og ég eyddi mjög miklum tíma og peningum í að finna rétta hráefnið eftir að ég tók við staðnum í desember árið 2015. Sem dæmi þá er pepperóní hjá okkur vönduð spægipylsa sem við kaupum frá Stjörnugrís. Þetta bragðast allt öðruvísi en eitthvert venjulegt pepperóní úti í búð. Að öðru leyti þá eru þetta gæði alla leið og við leggjum meira upp úr góðum pizzubotni en að allt sé löðrandi í olíu. Þetta eru gæði alla leið,“ segir Hákon.
Hvíti riddarinn tekur 120 manns í sæti og svona stór staður hefur margar hliðar. Hann er þó fyrst og fremst fjölskylduvænn veitingastaður og um helgar eru oft ýmsar uppákomur fyrir fjölskylduna, til dæmis bingó.
Í annan stað er Hvíti riddarinn góður pöbb og sportbar. Enn fremur er oft lifandi tónlist í boði og á kvöldin um helgar breytist Hvíti riddarinn í vinsælan skemmtistað sem opinn er til kl. 3 á nóttunni.
Sjá nánar á hvitiriddarinn.is.