Vatnsmelóna er afar hreinsandi fyrir líkamann. Hún er bólgueyðandi, vatnslosandi og full af A- og C-vítamínum en A-vítamín er mikilvægt fyrir augun og húðina. Einnig styrkir A-vítamín frumuhimnurnar og gefur þeim raka sem er mjög styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og hressandi eftir áfengisneyslu.
Hér er uppskrift að hreinsandi og vatnslosandi heilsudrykk sem er tilvalinn í blandarann á nýársdag.
450 g vatnsmelóna, skorin í bita
2 tsk. fersk engiferrót, söxuð
2 tsk. fersk minta, söxuð
Appelsínusafi ef vill, annars vatn eða t.d. kókossafi.
Þeyta melónu, engifer og mintu í blandara. Hella í glas hálfa leið og fylla upp með appelsínusafa ef vill. Þannig verður drykkurinn lagskiptur en það lítur vel út í glasi.
Athugið að víða má kaupa frosna ávexti og vatnsmelóna í heilsudrykk er ekki síðri þótt hún sé keypt frosin.