fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Kynning

Íslenskur kalkúnn frá Reykjabúinu: Hollur hátíðarmatur og glæsilegur á borði

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eru fastheldnir og vilja hafa jólamatinn eins ár eftir ár. Heill kalkúnn er orðinn að fastri venju á mörgum íslenskum heimilum, ekki síst vegna þess að kjötið fer einstaklega vel í maga. Stór, fylltur kalkúnn er glæsilegur á veisluborði og skapar góða stemningu.

Á heimasíðu Reykjabúsins, kalkunn.is, er gott úrval af kalkúnauppskriftum, fyllingum, sósum, kryddlegi og fjölbreyttu meðlæti. Eldunarleiðbeiningar á síðunni eru mjög ítarlegar, allt frá þíðingu fuglsins og steikingu og til þess hvernig best er að skera fuglinn þegar hann er borinn fram. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

100% hreint kjöt

Kalkúnninn fæst í nokkrum stærðarflokkum fyrir jól og áramót í flestum verslunum. Kjötið er 100%, þ.e. engu er bætt í það, hvorki vatni, salti né öðrum aukaefnum.

Íslenski kalkúnninn kemur frá Reykjabúinu þar sem kalkúnarækt hefur verið stunduð allt frá árinu 1947. Á Reykjabúinu er lagður metnaður í að framleiða góða vöru, undir vörumerkinu Holdakalkúnn. Afurðirnar eru til sölu í matvöruverslunum víða um land.

Heimaverslun, eldunarleiðbeiningar og uppskriftir á heimasíðu

Við skrifstofu Reykjabúsins við Reykjaveg í Mosfellsbæ er enn fremur rekin lítil heimaverslun þar sem hægt er að kaupa ýmsar kalkúnaafurðir allan ársins hring. Sífellt fjölgar í hópi fastra viðskiptavina sem telja það ómissandi lið í jólaundirbúningnum að skreppa að Reykjum, kaupa hátíðarkalkúninn beint frá bónda og fá spjall og góð ráð um matreiðsluna í leiðinni.

Á heimasíðu Reykjabúsins, kalkunn.is, má sjá nánari upplýsingar um heimaverslunina og búið. Heimaverslunin er opin alla miðvikudaga og fimmtudaga kl. 16.00–18.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“