fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

Andlegar þolraunir í boði álfa og aðrar áramótahefðir

Frá yfirnáttúrulegum þolraunum á nýársnótt yfir í áramótaskaupið og ýktar flugeldasýningar

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótahefðir okkar Íslendinga hafa lítið að gera með álfa og útisetur nú til dags. Hjá 99 prósent þjóðarinnar snýst þetta kvöld um að borða yfir sig ásamt fjölskyldunni, horfa saman á Ríkissjónvarpið og skjóta svo upp flugeldum á miðnætti. Eftir það rýkur yngri kynslóðin út á djammið og reynir að vaka sem allra lengst meðan þau eldri greina skaupið og fara svo í háttinn þegar látunum linnir.

Eftirfarandi er svolítil upprifjun á gömlum íslenskum áramótahefðum og uppruna þeirra. Margar hafa horfið í tímans tóm en aðrar, eins og til dæmis brennurnar, lifa ennþá góðu lífi.

Fyrsta áramótabrennan var í 101

Allra fyrsta heimildin sem til er um formlega áramótabrennu hér á Íslandi er frá árinu 1791. Þá tóku skólastrákar í Hólavallaskóla sig til og skreyttu allt hátt og lágt um jólin en héldu síðan brennu. Það hefur eflaust verið töluverð sýndarmennska því mest af efniviði sem féll til var notaður við einangrun húsa eða í annað gagnlegt. Sveinn Pálsson læknir lýsir uppátækjum nemendanna með þessum orðum:

„Á aðfangadagskvöld jóla skreyta skólapiltar skólann ljósum með ærnum kostnaði eftir efnahag þeira. Alls eru sett upp um 300 kerti í tvöfalda röð meðfram gluggum og í ljósahjálma í loftinu. Sérstaklega er kennarapúltið skreytt með ljósum, lagt silki og öðrum slíkum útbúnaði. Á gamlárskvöld halda þeir brennu á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulkan. Er brennan svo stór, að hún sést úr margra mílna fjarlægð.”

Þessir fjörugu nemendur í Hólavallaskóla bera mögulega ábyrgð á því að unga fólkið slettir jafnan úr klaufunum á gamlárskvöld? Forfeður áramótadjammsins?

Að skaupinu loknu förum við út að skjóta upp flugeldum enda þarf að brenna gamla árið í burtu.
Flugeldar á miðnætti Að skaupinu loknu förum við út að skjóta upp flugeldum enda þarf að brenna gamla árið í burtu.

Mynd: Carlos Domínguez

Ölvaðir skólastrákar í álfabúningum gáfu tóninn

Fimmtíu árum síðar, eða í kringum 1840, voru áramótbrennur orðnar nokkuð algengar en heimildir benda til þess að þær hafi ekki verið sérlega hátíðlegar heldur einkenndust þær af drykkju og látum.

Árið 1871 frumsýndu strákarnir í Lærða skólanum leikritið Nýársnótt þar sem álfar komu við sögu og auðvitað hafði verkið gríðarleg áhrif á þau sem það sáu enda fátt um fína drætti þegar kom að skemmtanamálum borgarbúa.

Á gamlárskvöld þetta ár framlengdu drengirnir í fjörinu ásamt stúdentum þaðan og frá Kaupmannahöfn. Þeir klæddu sig upp sem ljósálfa eða svartálfa og gengu niður að Tjörninni í Reykjavík með blys í hönd þar sem þeir dönsuðu og sungu álfasöngva. Upp úr þessu skapaðist svo hefðin fyrir því að heilsa formlega upp á álfa við áramótabrennurnar þó að blessaðir álfarnir hafi reyndar fylgt okkur mikið lengur.

Á hvaða vikudegi hefst nýja árið?

Þó við höldum upp á áramót um mánaðamótin 31. desember og 1. janúar hafa tímasetningar þeirra verið breytilegar í gegnum tíðina. Hér á Íslandi verður 1. janúar að nýársdegi á 16. öld en fram að því höfðu áramót verið á jólum. Jólanótt var þá líka nýársnótt og var hún talin ansi mögnuð enda hlaðin hjátrú hvers konar.

Í þjóðsögum Jóns Árnasonar eru frásagnir af ýmsum kreddum sem tengjast til dæmis áramótunum og veðurfari. Fólk trúði því að ef fyrsti dagurinn í janúar félli á sunnudegi yrði veturinn spakur og staðvindasamur, sumarið þurrt, heyskapur mikill, vöxtur góður í nautum, kerlingadauði, nægð og friður eins og segir í þjóðsögunum. Verra væri það ef 1. janúar félli á laugardag. „Þá ferst sauðfé og þá deyja gamlir menn.“

Álfar fluttu sig gjarnan um set yfir áramótin. Þá voru góðar líkur á að geta hitt þessi fyrirbæri sem hafa fylgt þjóðinni í margar aldir.
Álfamessa Álfar fluttu sig gjarnan um set yfir áramótin. Þá voru góðar líkur á að geta hitt þessi fyrirbæri sem hafa fylgt þjóðinni í margar aldir.

Komi þeir sem koma vilja

Þá var það lengi siður, og líklega til gamans, að bjóða álfum heim á gamlárskvöld því þegar þeir fluttu sig búferlum, gat verið að þeir litu inn á bæjunum.

Sópaði þá húsmóðirin bæinn horna á milli og setti ljós í hvern krók og kima, svo að hvergi bæri skugga á. Gekk hún síðan út og í kringum bæinn þrem sinnum svo segjandi: “Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu.“

Ljós var oft látið loga í öllum hornum alla nóttina. Og mjög lengi þótti sjálfgert að láta a.m.k. eitt ljós lifa í húsi á jóla- og nýársnótt.

Þá eru til sagnir um húsmæður, sem báru mat á borð handa álfum á afviknum stað á þessum nóttum. Átti það ævinlega að vera horfið að morgni, þótt ekki sé grunlaust um, að mennskir búálfar hafi þar tekið ómakið af hinum.

Krossgötur og andlegar álfaþolraunir

Krossgötur hafa mikla merkingu í bæði trú og hjátrú hjá flestum þjóðum og þá sérstaklega þegar kemur að því að standast einhvers konar freistingar eða breyta til hins betra.

Krossgötur hafa mikla merkingu í bæði trú og hjátrú hjá flestum þjóðum og þá sérstaklega þegar kemur að því að standast einhvers konar freistingar eða breyta til hins betra. Nýársnótt þótti mjög þýðingarmikil tímasetning en þá fara alls konar verur á stjá og því um að gera fyrir hugrakka að mæta þessum fyrirbærum með viljastyrkinn að vopni.
Á krossgötum Krossgötur hafa mikla merkingu í bæði trú og hjátrú hjá flestum þjóðum og þá sérstaklega þegar kemur að því að standast einhvers konar freistingar eða breyta til hins betra. Nýársnótt þótti mjög þýðingarmikil tímasetning en þá fara alls konar verur á stjá og því um að gera fyrir hugrakka að mæta þessum fyrirbærum með viljastyrkinn að vopni.

Mynd: Jonatan Pie

Nýársnótt þótti mjög þýðingarmikil tímasetning en þá fara alls konar verur á stjá og því um að gera fyrir hugrakka að mæta þessum fyrirbærum með viljastyrkinn að vopni.

Þetta minnir til dæmis á bandarískar sögur af því þegar skrattinn sjálfur mætir með freistingarnar að krossgötum, helst í skiptum fyrir sálina í þeim sem þar húkir.

Hér voru það hins vegar álfar sem óskuðu eftir geðheilsu manna í skiptum fyrir góss. Mættu með hvers konar gersemar á nýársnótt, klæði, mat, drykk, gull og silfur. Ef ekkert gekk brugðu þeir sér jafnvel í dulargervi náinna ættingja og báðu mann að koma heim. Þá skipti máli að haggast ekki og halda þetta út þar til dagur rynni upp. Þá átti krossgötuhetjan að standa upp og segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“

Við þetta áttu álfarnir að hverfa hviss-bang-búmm en eftir varð góssið úr álfheimum sem viðkomandi mátti þá hirða. Hafi sú eða sá sem sat á krossgötunum yfir nóttina hins vegar svarað álfunum varð viðkomandi vitstola og ekki mönnum sinnandi.

Þetta kom til dæmis fyrir hann Fúsa (Þjóðsögur Jóns Árnasonar) sem sat úti á jólanótt og stóðst lengi þangað til ein álfkonan kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það sem síðar er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað“. Beit hann þá bita úr flotskildinum, trylltist og varð vitlaus.

Best að sleppa því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Tómas Ellert segir Sigmund Davíð og Bergþór aula – „Ég velti fyrir mér hvort þú sért drukkinn“ spyr oddviti Miðflokksins

Tómas Ellert segir Sigmund Davíð og Bergþór aula – „Ég velti fyrir mér hvort þú sért drukkinn“ spyr oddviti Miðflokksins
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“

Lýðræðisflokkurinn hunsaður í kappræðum Heimildarinnar og kosningastjórinn ósáttur – „Fordæmi ég svona vinnubrögð“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham tjáir sig um áhuga Liverpool þegar hann fór til Real Madrid – „Ég vil ekki vera með neina óvirðingu en“

Bellingham tjáir sig um áhuga Liverpool þegar hann fór til Real Madrid – „Ég vil ekki vera með neina óvirðingu en“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta

Kosningar 2024: Viðreisn og Flokkur fólksins í lykilstöðu – stóra spurningin hvort Flokkur fólksins, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur ná þingmeirihluta
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Umpólun Snorra?
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Er það líklegt til árangurs fyrir stjórnmálaflokkana að hringja í fólk?

Er það líklegt til árangurs fyrir stjórnmálaflokkana að hringja í fólk?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Metfjöldi leikja á Íslandi í ár – Hefur fjölgað rosalega á síðustu fimm árum

Metfjöldi leikja á Íslandi í ár – Hefur fjölgað rosalega á síðustu fimm árum