fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025

Árið 2017 í myndum: Íslendingar á ferð og flugi

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2017 var gott ár í huga flestra enda hagvöxturinn með eindæmum góður og veðurfarið milt. Íslendingar stóðu sig margir vel á erlendri grundu og fór þar fremstur forsetinn okkar ástsæli sem heimsótti meðal annars þjóðhöfðingja annarra Norðurlandaþjóða. Birta valdi nokkrar skemmtilegar myndir hjá Getty-myndabankanum. Njótið.

Guðni forseti og Elíza kona hans ásamt Friðriki krónprins og Maríu prinsessu á matreiðslunámskeiði sem haldið var í tveggja daga heimsókn forsetans til Danmerkur.
25. janúar: Guðni forseti og Elíza kona hans ásamt Friðriki krónprins og Maríu prinsessu á matreiðslunámskeiði sem haldið var í tveggja daga heimsókn forsetans til Danmerkur.

Mynd: Patrick van Katwijk

Söngkonan Svala steig á stokk í Eurovision-höllinni í Kænugarði í Úkraínu og flutti lagið Paper en kom ekki með bikarinn heim. Við lifum í voninni.
9. maí: Söngkonan Svala steig á stokk í Eurovision-höllinni í Kænugarði í Úkraínu og flutti lagið Paper en kom ekki með bikarinn heim. Við lifum í voninni.

Mynd: 2017 MICHAEL CAMPANELLA

Margrét Þórhildur Danadrottning og Guðni Th. Jóhannesson ásamt Elízu Jean Reid og Hinriki prins stilla sér upp í vesturálmu Christian VII-hallarinnar í Amalaíuborg í Kaupmannahöfn en þangað héldu forsetahjónin okkar ásamt föruneyti sínu í upphafi árs.
24. janúar: Margrét Þórhildur Danadrottning og Guðni Th. Jóhannesson ásamt Elízu Jean Reid og Hinriki prins stilla sér upp í vesturálmu Christian VII-hallarinnar í Amalaíuborg í Kaupmannahöfn en þangað héldu forsetahjónin okkar ásamt föruneyti sínu í upphafi árs.
Kokkalandsliðið okkar landaði 3. sætinu í Bocuse dOr Grand-keppninni sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Bandaríkin lentu í fyrsta sæti en Noregur í öðru.
25. janúar: Kokkalandsliðið okkar landaði 3. sætinu í Bocuse dOr Grand-keppninni sem fór fram í Lyon í Frakklandi. Bandaríkin lentu í fyrsta sæti en Noregur í öðru.

Mynd: Robert Szaniszlo/NurPhoto

Elísabet Bretadrottning heilsar Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í London. Myndin er tekin í Buckingham-höll en þangað hélt Stefán í svolítið einkaboð til drottningarinnar fyrir skemmstu þar sem hann afhenti henni trúnaðarbréf frá Guðna forseta.
14. desember: Elísabet Bretadrottning heilsar Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í London. Myndin er tekin í Buckingham-höll en þangað hélt Stefán í svolítið einkaboð til drottningarinnar fyrir skemmstu þar sem hann afhenti henni trúnaðarbréf frá Guðna forseta.

Mynd: 2017 Getty Images

Grímuklædda söngkonan Björk Guðmundsdóttir tekur lagið á Ceremonia-tónlistarhátíðinni sem fór fram í Pegasus Dynamic Center í Toluca í Mexíkóborg.
2. apríl: Grímuklædda söngkonan Björk Guðmundsdóttir tekur lagið á Ceremonia-tónlistarhátíðinni sem fór fram í Pegasus Dynamic Center í Toluca í Mexíkóborg.
Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland, tók þátt í Miss Universe-keppninni sem fór fram á Planet Hollywood Resort & Casino í borginni Las Vegas, í Nevadaríki í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hún komst ekki áfram en alls tóku 92 þjóðir þátt í keppninni.
26. nóvember: Arna Ýr Jónsdóttir, ungfrú Ísland, tók þátt í Miss Universe-keppninni sem fór fram á Planet Hollywood Resort & Casino í borginni Las Vegas, í Nevadaríki í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hún komst ekki áfram en alls tóku 92 þjóðir þátt í keppninni.

Mynd: 2017 Getty Images

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 3. sæti: „Ef menn þjappa sig ekki saman og mæta trítilóðir eiga þeir ekki að vera í keppnisíþróttum“

Spá fyrir Bestu deildina – 3. sæti: „Ef menn þjappa sig ekki saman og mæta trítilóðir eiga þeir ekki að vera í keppnisíþróttum“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 4. sæti: Jökull haldið spilunum þétt að sér

Spá fyrir Bestu deildina – 4. sæti: Jökull haldið spilunum þétt að sér
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi

Földu dóp í björgunarsveitarhúsi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar

Leverkusen ætlar að kaupa markvörð City í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið

Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið