Það er ekki gott að borða hvað sem er rétt áður en stunduð er líkamsrækt því til að fá sem mest út úr hreyfingunni er mikilvægt að borða rétt. Valið skal þó ávallt miðast við gerð hreyfingarinnar; þú borðar ekki það sama fyrir maraþon og fyrir jógatíma. Hvaða líkamsrækt sem á þó að stunda er mikilvægt að drekka vel af vatni áður og á meðan líkamsrækt stendur. Gott er að fá sér létt snarl um hálftíma fyrir hreyfinguna, svo sem ávöxt eða orkustykki. Varast skal fituríka fæðu fyrir líkamsrækt og gott er að gæta hófsemi í kolvetnis- og próteininntöku áður en maður hreyfir sig.