Engifer hefur löngum verið talið allra meina bót. Þeir sem hugsa um heilsuna ættu að prufa að fá sér þennan drykk á hverjum degi og sjá hvort þeir finni mun á heilsunni.
1 lítri vatn
5-10 cm af engiferrót ( því meira því betra )
1 sítróna
Fersk mynta eftir smekk
1 1/2 msk lífrænt hunang
Skerið engiferrótina í sneiðar og setjið í pott ásamt vatni og sítrónu sem hefur verið skorin til helminga. Látið suðuna koma upp og bætið við hunangi og myntu og látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur. Kælið, sigtið og setjið á flösku sem gott er að dreypa á yfir daginn.
Vissir þú að:
Engiferrót er vatnslosandi. Einnig örvar hún blóðstreymi og dregur úr bólgum. Hún þykir einnig góð við lélegri meltingu og slær á einkenni flensu og kvefs svo eitthvað sé nefnt.