Áttu von á gestum í dag og gleymdir þú kannski að huga að bakkelsi með kaffinu?
Ekki örvænta og skelltu í nokkrar sykursætar eplabökur á augnabliki.
Þessi aðferð hefur verið vinsæl á undanförnum misserum. Áferðin verður ekki sú sama og þegar bakað er í hefðbundnum bökunarofni, en þessi uppskrift hentar mjög vel fyrir annasama einstaklinga sem eiga örbylgjuofn.
3 msk hveiti
2 msk Púðursykur
Örlítið af kanil
1/2 egg (hrært)
2 msk rifin epli
1 msk mjólk
1 msk olía
Setjið þurrefnin í stóran kaffibolla og blandið saman með gaffli. Bætið síðan egginu samna við og restinni af hráefnunum. Blandið vel saman og passið að það sé ekki þurrt hveiti á botninum á bollanum og setjið plastfilmu yfir bollan. Setjið í örbylgjuofn og bakið í um 2 mínútur. Það fer eftir styrkleika örbylgjuofnsins hversu lengi þarf að baka bökuna. Gott er að byrja á 1 og 1/2 mínútu og bæta síðan við 15 sekúndum,eins og við á.
Þegar bakan er tilbúin er gott að láta hana standa í eina mínútu. Farið síðan með hníf með fram innanverðum bollanum og setjið bökuna á disk. Það er líka flott að borða hana beint úr bollanum.
Stráið smá kanil-sykurblöndu yfir í lokin. Gott er að bera fram ís með þessari eplaböku og gott kaffi eða heitt súkkulaði fyrir ofur-sælkera.
Njótið!