Beautybox.is
Vefverslunin Beautybox.is er sérverslun með snyrtivörur sem opnuð var 17. ágúst síðastliðinn. Versluninni hefur verið afar vel tekið og má segja að hún sé í senn glæný og ört vaxandi. Merkin voru 21 í byrjun en eru nú 27 og bætist ört í hópinn.
„Fólk kann að meta fjölbreytnina en auk þess leggjum við mikið upp úr góðri þjónustu. Pantanir eru sendar daginn eftir að þær berast og erum við með heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu þar sem við keyrum í hús milli 17.30–22.00 á virkum dögum og milli 12.00–16.00 á laugardögum. Pantanir á landsbyggðinni eru sendar með Íslandspósti. Sendingarkostnaðurinn er í lágmarki og er hann 500 kr. fyrir pantanir undir 5.000 kr. en frír ef pantað er fyrir 5.000 kr. eða meira. Við fáum mikið af alls konar fyrirspurnum í gegnum Facebook og tölvupóst sem við leggjum áherslu á að svara strax, því þó svo við séum bara netverslun þá viljum við veita persónulega þjónustu,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, einn af eigendum verslunarinnar.
Beautybox.is býður upp á fjölbreytt úrval af þekktum erlendum snyrtivörumerkjum og vönduðum íslenskum snyrtivörum. Vefsíðan er mjög aðgengileg og eru allar upplýsingar á íslensku og það er auðvelt að leita að efni á síðunni og versla. „Við leggjum áherslu á að gefa ítarlegar upplýsingar um allar snyrtivörurnar á síðunni, notkunarleiðbeiningar og innihaldslýsingar, en einnig er þeim skipt upp í flokka svo hægt sé t.d. að leita að þeim vörum sem eru vegan eða lífrænar. Síðast en ekki síst er hægt að fylgjast með blogginu okkar sem við reynum að hafa fróðlegt og skemmtilegt,“ segir Íris.
Á síðunni eru jólagjafahugmyndir fyrir fólk á öllum aldri en einnig eru til sölu gjafabréf á Beautybox.is sem hægt er að prenta út heima. Bréfin gilda fyrir valda upphæð og hægt er að nota þau eins oft og eigandinn vill á meðan inneign er fyrir hendi.
Íris viðurkennir að það sé töluverð vinna að halda öflugri vefverslun gangandi. „En þetta er mjög skemmtilegt og það hvetur okkur áfram hvað versluninni hefur verið vel tekið og fólk kann vel að meta þjónustuna okkar.“
Hægt er að fylgjast með Beautybox.is á samfélagsmiðlum, t.d. hér á Facebook (facebook.com/beautyboxisland) og Instagram og Snapchat undir @Beautybox.is. Heimasíðan er www.beautybox.is.