fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Kynning

Híbýlaprýði frá öllum heimshornum

Kynning

Seimei, Síðumúla 13

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Húsgögnin eru flest sérpöntuð. Við erum með mikið úrval af áklæðum og litum, þannig að hver og einn getur fengið lit og efni við sitt hæfi og sinn smekk,“ segir Guðrún Sólonsdóttir, eigandi verslunarinnar Seimei sem býður upp á fallega hluti fyrir heimilið, allt frá hnífapörum upp í stofusófa. Úrvalið er fjölbreytt en framboðið er í takt við það vinsælasta núna með áherslu á gyllt og mjúka liti.

„Þetta er nokkuð klassískt útlit en um leið í anda þess sem er vinsælt í dag. Flauel og stungið er vinsælt og litir eru inni í dag. Einnig erum við með mikið úrval af mottum. Allar mottur sem við flytjum inn eru handgerðar og meðal annars kaupum við persneskar mottur frá teppasala í Beirút sem við þekkjum vel og þær eru sérvaldar fyrir okkur. Flestar persnesku motturnar eru „vintage“ mottur, þá er ég ekki að meina að þær séu notaðar heldur ofnar fyrir allt að 80 árum og því með náttúrulegum litum, það er ekki sjálfgefið með mottur sem eru ofnar í dag. Síðan erum við með tyrkneskar „over-dyed“ mottur, þ.e. þetta eru eldri mottur sem eru steinþvegnar og síðan litaðar sterkum litum,“ segir Guðrún, sem einnig býður upp á Beni Ourain mottur frá Marokkó sem eru oftast hvítar með svörtu mynstri.

Að sögn Guðrúnar eru motturnar og sófarnir með vinsælustu vörum í hennar verslun en einnig eru lampar með fallegri gyllingu afar vinsælir. „Við erum aðallega með tvo birgja í húsgögnum. Bólstruðu húsgögnin koma frá stóru fyrirtæki sem heitir Ndesign. Þeim er mjög annt um orðspor síns vörumerkis og húsgögnin eru einstaklega vönduð.“

„Síðan erum við með borðstofuborð og sófaborð úr Acacia-við frá Filippseyjum en smávaran okkar kemur víðs vegar að, það eru til dæmis körfur frá Víetnam og mikið úrval af vönduðum hnífum frá Japan sem við erum afskaplega ánægð með.“

Guðrún segir markmiðið ávallt að velja það besta í hverjum vöruflokki og hún eyðir miklum tíma í að rækta upp gott samband við vandaða birgja.

Seimei var áður vefverslun og er það enn. Hægt er að kaupa vörur í gegnum vefsíðuna seimei.is en síðan er falleg verslun með þessu nafni að Síðumúla 13. Vefverslunin sendir hvert á land sem er, líka húsgögn.

„Við opnuðum í október í Síðumúlanum og kunnum afar vel við okkur þar. Ég tel það stóran kost að hér eru margar verslanir af svipuðum toga. Það er meiri styrkur í því en að vera einhvers staðar einn,“ segir Guðrún.
Óhætt er að mæla með heimsókn í Seimei í Síðumúla 13 eða að skoða vefsíðuna seimei.is fyrir alla sem hafa áhuga á að fegra heimilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“