Tónastöðin, Skipholti 50d, Reykjavík
„Við erum með allt til alls fyrir hljóðfæraleikara og tónlistarmenn. Við leggjum líka mikla áherslu á að þjónusta börn og byrjendur vel, “ segir Andrés hjá Tónastöðinni, einni rótgrónustu hljóðfæraverslun landsins, sem fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir.
„Við Hrönn, konan mín, stofnuðum Tónastöðina 1987 og á þessum tíma hefur byggst upp gífurleg reynsla og þekking,“ segir Andrés. Hann segir að gæði hafi ávallt verið aðalsmerki hjá fyrirtækinu:
„Mesta áherslan hefur alltaf verið á gæði alls sem við seljum. Það besta verður ávallt ódýrast, er kjörorð okkar því bestu kaupin eru í hlutum sem endast og reynast vel í langan tíma. Auk þess eru okkar vörur á hagstæðu verði. Hljóðfæri á Íslandi eru almennt ódýr miðað við löndin í kringum okkur því menn gera sér grein fyrir því að þeir eru í alþjóðlegri samkeppni.“
Tónastöðin hefur skapað sér sérstöðu á margan hátt. Til dæmis er þar mesta úrval af nótnabókum á landinu og Tónastöðin hefur alltaf verið stolt af nótnadeildinni. Margar þúsundir titla og ættu flestir sem langar til að spila uppáhaldslögin sín að geta fundið nótur að þeim.
„Hér eru líka allar tegundir af hljóðfærum í miklu úrvali, trommur, píanó, gítarar, rafmagnsgítarar, upptökutæki, magnarar – við höfum þetta allt. Gítareffektar eru hér í úrvali sem þekkist ekki annars staðar á landinu. Þetta vita hljóðfæraleikarar. Þá erum við með óviðjafnanlegt úrval af upptökutækjum. ZOOM-tækin hafa til dæmis verið gríðarlega vinsæl í ár – upptökutæki, hljóðnemar og vídeóupptökutæki.“
Að sögn Andrésar kostar það furðulítið í dag að koma sér upp búnaði til að spila og taka upp tónlist: „Það er hægt að koma sér upp ótrúlega góðum búnaði fyrir lítinn pening í dag – sem er tiltölulega nýtt. Okkar viðhorf er líka að menn eigi ekki að offjárfesta þegar þeir taka fyrstu skrefin, en fá samt nógu mikil gæði til að þeir verði ekki fyrir vonbrigðum. Við þurfum oft að ráðleggja fólki og hér er til staðar þekking og reynsla til þess. Allir sem hér starfa eru með yfirgripsmikla þekkingu og hafa annaðhvort kennt lengi eða starfað lengi í þessum bransa.“
Andrés bendir á að hljóðfæri og upptökubúnaður séu gjafir sem endast og séu því margfaldlega peninganna virði: „Góðir íþróttaskór kosta tugi þúsunda og endast árið en góður gítar getur enst alla ævi.“
Gjafabréf í Tónastöðinni eru ávallt vinsæl enda svo margt til þar sem gleður tónlistarmenn og tónlistaráhugafólk. Hægt er að fá gjafabréf með upphæð að eigin vali. En það er líka auðvelt að skipta vörum ef það heppilegasta hefur ekki verið keypt.
Tónastöðin er til húsa í Skipholti 50d, Reykjavík. Opið er til 18 um helgina og í byrjun næstu viku en fimmtudaginn 21. des. verður opið til 20, föstudaginn 22. des. til 22 og á Þorláksmessu til 23. Á aðfangadag er opið frá 10 til 12.